27.12.17

SKINCARE // DRUNK ELEPHANT

Þessi færsla er ekki kostuð.

Þið sem fylgist með mér á hinum miðlunum mínum, Snapchat og Instagram, hafið eflaust heyrt mig 
tala um vörurnar frá merkinu Drunk Elephant. Merkið fæst því miður ekki á Íslandi og ég veit að það
er frekar leiðinlegt að lesa um vörur sem eru ekki fáanlegar hér en það voru svo margir sem báðu mig
um færslu um þær vörur sem ég nota frá merkinu og einnig langar mig svo að deila þeim vörum með
ykkur. Þið getið nálgast vörurnar frá Drunk Elephant í Sephora og inn á heimasíðunni hjá Sephora og
Drunk Elephant - ég myndi klárlega nýta mér það ef þið þekkið einhvern sem er á leið til Kanada eða
Bandaríkjanna að kippa vörum með heim fyrir ykkur. Þið munuð sko ekki sjá eftir því! Ég ætla að
segja ykkur frá þeim vörum sem ég nota reglulega og eru í miklu uppáhaldi hjá mér en það voru þær
Gyða Dröfn og Þórunn Ívars, vinkonur mínar, sem kynntu mér fyrir þessu merki og vita þær alveg
hvað þær syngja þegar það kemur að húðumhirðu 


LALA RETRO WHIPPED CREAM

Þetta er fyrsta varan sem ég eignaðist frá merkinu en Þórunn var endalaust búin að tala um hversu 
gott þetta krem væri. Þetta er þeytt rakakrem sem inniheldur sex mismunandi tegundir af olíum og
er það að mínu mati eitt besta krem sem ég hef prófað. Það er ótrúlega þykkt og inniheldur mikinn
raka og myndi ég því mæla með því fyrir þurra/venjulega húð. Húðin mín er blönduð en ég kemst 
samt upp með að nota það - ég nota það bæði yfir nótt og svo undir farða en þá sleppi ég farðagrunn
og nota bara kremið. Mér finnst farðinn líta svo vel út á húðinni þegar ég nota kremið og mæli ég
svo með því. Það er nýkomið nýtt krem frá merkinu og get ég ekki beðið eftir að eignast það!


T.L.C. FRAMBOOS GLYCOLIC NIGHT SERUM

Þessi vara er ný í safninu mínu en hún er orðin ein af mínum uppáhalds á ansi stuttum tíma. Ég
fékk þessa í afmælisgjöf en þetta er næturserum sem var búið að vera á óskalistanum mínum ansi
lengi. Það inniheldur 12% AHA/BHA sýru sem hjálpar til við áferð og tekur í burtu allar dauðu
húðfrumurnar. Ég vakna með silkimjúka húð og finnst mér húðin mín hafa lagast mjög eftir að
ég byrjaði að nota þessa vöru. Ég nota hana á hreina húð áður en ég set svo á mig Lala Retro
kremið og er þetta fullkomin blanda.

B-HYDRA INTENSIVE HYDRATION GEL

Næst er það vara sem ég er nýlega byrjuð að prófa og er mjög hrifin! Þetta er rakagefandi gel
sem inniheldur B5 vítamín og viðheldur rakanum í húðinni yfir allan daginn. Ég nota þetta á
hreina húð á morgnanna og set svo Lala Retro rakakremið yfir en þrátt fyrir að kremið sjálft
sé mjög rakagefandi þá er þetta fullkomin vara til að nota í þessum kulda.


T.L.C. SUKARI BABYFACIAL

Næst er það vara sem er ,,must have" að mínu mati en þetta eru algjörir töfrar - þetta er svona ,,at 
home facial" en ég nota þetta einu sinni til tvisvar í viku og vá! Þetta er maski sem maður hefur á
húðinni í 20 mínútur og inniheldur hann 25% AHA og 2% BHA sýru sem vinnur á áferð húðarinnar
ásamt því að taka dauðar húðfrumur, vinna gegn fínum línum og örum og gefur húðinni ljóma. Ég
elska að nota þessa vöru og get ekki mælt meira með henni. Manni svíður smá í húðina eftir að 
maskinn er settur á en það fer á fyrstu mínútunum - eins og ég sagði, algjörir töfrar.


VIRGIN MARULA LUXURY FACIAL OIL

Eftir að ég tek af mér Babyfacialið þá nota ég þessa olíu sem er eiginlega hönnuð til að nota
með maskanum. Ég fýla vanalega ekki olíur en þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér, þá sérstaklega
eftir þennan maska eða annan hreinsimaska. Olían er mjög nærandi, stútfull af andoxunarefnum og
nærir, róar og endurnýjar húðina ásamt því að gefa henni ljóma. 


Ég vona að ykkur hafi fundist gaman að lesa um uppáhalds vörurnar mínar frá Drunk Elephant en
það er langt síðan að ég hef verið svona skotin í einu merki. Ég hef ekki prófað neina vöru frá þeim
sem ég fýla ekki og er merkið sífellt að koma mér á óvart. Það sem mér finnst mjög sniðugt er að þau
eru líka með svona ,,minis" af öllum vörunum eða langflestum til sölu svo þú getur prófað þær áður 
en þú kaupir vörurnar í stórri stærð þar sem þær eru frekar dýrar. Ég á nokkrar svona ,,minis" vörur
og þannig byrjaði ást mín á merkinu en svo er líka bara svo þægilegt að eiga svona litlar vörur til
að ferðast með. Ég er til dæmis núna að prófa C-Firma Day Serum frá merkinu en ég á það í litlu
og held að ég verði að fá mér stórt þegar ég kemst næst í Sephora ásamt nýja kreminu sem var að
koma í sölu sem á að vera léttari en Lala Retro kremið.

Ég gæti ekki mælt meira með þessu merki en það hentar mér ótrúlega vel og er ég svo ánægð að
vera búin að finna það! Nú er bara að krossa fingur og vona að Drunk Elephant verði fáanlegt hér
heima á næstunni 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig