Þessi færsla er ekki kostuð en inniheldur auglýsingalinka.
Ég átti alltaf eftir að sýna ykkur nýja flík í fataskápnum mínum en ég hef varla farið úr henni síðan
ég fann hana í & Other Stories í Köben þegar ég var þar í lok Október en það er þessi kósý jakki eða
meme jakkinn eins og ég kalla hann. Eins og ég sagði ykkur frá um daginn þá pantaði ég svipaðann
jakka frá Ivyrevel en ég var ekki nógu ánægð með hann þegar hann kom svo ég lét endursenda hann
og var ég því ofur ánægð þegar ég rakst á þennan - hann er einmitt eins og ég vildi að hinn væri,
þykkur, kósý og í fullkomnri sídd!
Ég tók jakkann auðvitað með mér til Stokkhólms núna um helgina og var ég í honum einn daginn
þegar við röltum um Gamla Stan við svartar gallabuxur frá Topshop, svarta kasmírpeysu sem er
líka frá & Other Stories og uppáhalds skóna mína í augnablikinu sem eru úr GK Reykjavík. Ég
er gjörsamlega ástfangin af Stokkhólmi eftir einungis tvo daga en við komum heim í dag þegar
óveðrið var að byrja. Það er alltaf svo gott að koma heim en ég verð að viðurkenna að ég sakna
borgarinnar og stelpnanna strax - ég ætla að deila með ykkur fleiri myndum frá ferðinni okkar
á næstu dögum og gefa ykkur smá tips ♡
No comments
Post a Comment
xoxo