6.11.17

NEW IN // BY MALENE BIRGER

Samfestinginn og töskuna fékk ég sem gjöf frá Airport Fashion í Leifsstöð.

Áður en við fórum í flugið okkar til Stokkhólms var okkur boðið að kíkja í heimsókn í verslunina
Airport Fashion í Leifsstöð og kom verslunin mér skemmtilega á óvart. Ég fer í gegnum flugstöðina
nokkrum sinnum í viku en hef voða lítinn tíma til að kíkja í búðirnar sem eru þar svo mér fannst
ótrúlega gaman að fá tækifæri til að skoða verslunina. Hún er ótrúlega flott og er úrvalið af merkjum
mikið en þarna er hægt að finna vörur frá Feld Verkstæði, Cintamani, Farmers Market, Calvin Klein,
Filippa K og By Malene Birger ásamt fleirum. 

Ég fór ekki tómhent út úr búðinni en ég fékk mér þennan samfesting frá By Malene Birger og er
ég alveg í skýjunum með hann! Eins og þið vitið þá elska ég einfaldar flíkur sem eru klassískar
og þægilegar og þessi fellur undir alla þrjá flokkana. Hægt er að nota hann hversdags og við fín
tilefni við hæla eins og ég gerði hér og er hann í miklu uppáhaldi hjá mér í augnablikinu. Ég fékk
mér líka þessa litlu tösku sem er á borðinu á bakvið mig en er hún frá sama merki - svo sæt og
núna langar mig í svona stóra tote tösku en hún er komin á afmælisóskalistann minn  
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig