Halló frá Stokkhólmi! Ég er stödd í draumaborginni minni en mig var lengi búið að langa að að
heimsækja hana og rættist draumurinn loksins núna um helgina. Ég flaug hingað snemma í gær
með Þórunni Ívars og Gyðu Dröfn og er svo yndislegt að fá að upplifa borgina með tveimur af
mínum bestu! Við vorum komnar í kringum hádegi í borgina og við tók smá bið eftir svítunni
okkar (já, við ákváðum að fara all in og bókuðum okkur svítu yfir helgina) en við erum að gista
á svo fallegu hóteli - Haymarket by Scandic. Við eyddum meirihlutanum af gærdeginum í búðum
en við stóðum okkur ansi vel þar og hlakkar mig til að sýna ykkur það sem ég keypti mér. Við
fórum svo út að borða á æðislegan tapas stað á Södermalm sem hetir Usine og getum við allar
mælt með honum. Dagurinn í dag fór í að skoða borgina en við röltum frá hótelinu okkar á
Gamla Stan og erum núna að gera okkur til en við eigum bókað borð á veitingarstað sem heitir
Berns Asiatiska og erum við sjúklega spenntar.
Ég er búin að vera mjög dugleg að deila ferðinni á miðlunum mínum en þið finnið mig á
Snapchat undir @alexsandrabernh og á Instagram undir @alexsandrabernhard ♡
No comments
Post a Comment
xoxo