25.9.17

HOME // BEDROOM CHANGES

Þessi færsla er ekki kostuð // Teppið fékk ég sem gjöf frá Dimm.is

Eins og þið vitið eflaust öll eftir öll þessi ár þá gjörsamlega elska ég að breyta heima hjá mér og elska
ég að hafa allt fínt í kringum mig. Fyrir nokkrum vikum fékk ég þá flugu í hausinn að breyta aðeins 
inn í svefnherberginu okkar og skipti ég um náttborð. Ég var með hvítu Malm náttborðin úr Ikea áður
og var ég komin með smá leið á þeim - ég fann í staðinn þessi gullfallegu dökkgráu náttborð úr 
Ilvu og er ég ennþá í skýjunum með þau. Það létti svo ótrúlega á öllu rýminu eftir að ég setti þessi
og finnst mér koma svo vel út að hafa dökkgrá borð við dökkgráa vegginn. Borðin komu í nokkrum
litum og kostaði stykkið einungis um 2.700 krónur (borðin keypti ég mér sjálf). Á náttborðunum er
ég svo með vasa úr Söstrene Grene og svörtu vaðfuglana úr Epal - mig langaði ekki að hafa lampa 
á borðunum en áður var ég með litlu Kartell lampana. Ég elska þá en er aðeins að hvíla þá núna og
ég fékk mér vegglampa í staðinn. Ég fann mér þessa svörtu vegglampa í Ellos í Danmörku og er
gjörsamlega sjúk í þá! Ég ákvað svo að hengja upp tvær myndir fyrir ofan náttborðið hans Níelsar
(mín megin er gluggi) og fékk ég myndirnar á Desenio.com.

Ég var svo búin að vera að leita mér að hinu fullkomna rúmteppi til að hafa yfir endann á rúminu
og um daginn fann ég svo ótrúlega fallegt teppi sem passar fullkomnlega inn í herbergið! Það er frá
vefversluninni Dimm og er munstrið á því svo fallegt - teppin frá Dimm eru handofin í Tyrklandi
sem mér finnst gera þau ennþá fallegri og eru þau úr hágæða bómul. Ég er ekkert smá skotin í
því og ef það er ekki við endann á rúminu þá er ég undir því upp í sófa - það fæst HÉR og er á
rosalega góðu verði 


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig