27.9.17

Á LEIÐINNI TIL ÍSLANDS // BECCA

Þessi færsla er ekki kostuð.

Þið eruð eflaust flest búin að heyra þessar spennandi fréttir um ákveðið merki sem er að koma til
landsins eftir einungis nokkra daga núna - ég missti mig gjörsamlega þegar ég heyrði fréttirnar fyrst
enda er þetta ótrúlega skemmtilegt merki og á ég nú þegar nokkrar vörur frá þeim. Snyrtivörumerkið
BECCA er semsagt að koma til Íslands núna um miðjan október og verður fyrst selt í Lyf & Heilsu í
Kringlunni. 

Ég kynntist BECCA fyrst fyrir nokkrum árum þegar Jaclyn Hill fór í samstarf með þeim og gaf út
Champage Pop highligterinn sem ég þarf nú varla að kynna fyrir ykkur. Eftir það byrjaði ég aðeins
að skoða merkið betur og er mjög hrifin af því - ég á nokkra highligtera frá þeim þar á meðal hinn
fræga Champagne Pop og Opal og eru þeir ótrúlega góðir. Merkið leggur mikla áherslu á húðina
og þarna nær merkið mér alveg þar sem þið vitið hversu mikið ég elska fallega og ljómandi húð!
Ég get ekki beðið eftir að næla mér í nokkrar vörur til að prófa - það er svo mikið sem mig langar
í en primerarnir eru efst á lista en hún Þórunn Ívars vinkona mín var svo yndisleg að lána mér
sína fyrir myndatökuna (varla samt því hún elskar þá svo). Nú er bara að telja niður dagana 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig