20.9.17

BEAUTY // BRÚNKURÚTÍNAN MÍN

Þessi færsla er ekki kostuð en inniheldur auglýsingalinka.

Það er ekki mjög langt síðan ég byrjaði að nota brúnkukrem reglulega - ég er með mjög ljósa húð og
áður fyrr nennti ég ekkert að vera að standa í því að nota brúnkukrem. Fyrr á árinu kynntist ég þessari
brúnkufroðu frá St. Tropez en báðar systur mínar notuðu hana og voru alltaf að lofsyngja hana svo ég
ákvað að gefa henni séns. Núna skil ég sko alveg hvað þær voru að meina en ég gjörsamlega elska
þessa froðu og nota ekkert annað en hana!

Það sem mér finnst þægilegast við þessa brúnku er að þetta er úr Express línunni hjá St. Tropez og
virkar varan þannig að þú berð froðuna á líkamann og bíður með hana á þér í 1 klst fyrir léttan lit,
2 klst fyrir miðlungs og 3 klst fyrir dökkan lit. Persónulega finnst mér ekkert verra en að setja á mig
brúnku og bíða svo með hana á mér í 8 klst - þessi tekur í mesta lagi 3 klst sem er algjör snilld. Það
er einnig mjög auðvelt að bera froðuna á húðina, það dreifist vel úr henni og maður sér litinn um 
leið sem kemur í veg fyrir að maður verði flekkóttur. Eftir að ég kynntist þessari froðu þá get ég
eiginlega ekki verið án hennar og elska ég að vera með smá lit á mér, maður verður svo miklu
frísklegri. Froðuna nota ég þó ekki í andlitið en ég elska að nota maskann frá St. Tropez í það.
Annað sem er ótrúlega þægilegt er að vörurnar fást inn á nýrri vefverslun sem var að opna og
heitir Beautybox. Þar er hægt að versla vörur frá ýmsum merkjum og fá sent heim að dyrum 

St. Tropez Express brúnkufroðan fæst HÉR // St. Tropez Express Face Sheet Mask fæst HÉR


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig