11.9.17

ASOS // ON IT'S WAY

NIKE rally sweatshirt (HÉR)     ASOS knitted jumper dress (HÉR)
BOOHOO high neck shirt (HÉR)     RIVER ISLAND loafers (HÉR)

Halló halló - það er búið að vera smá erfitt fyrir mig að sinna blogginu seinustu daga en ég er 
hægt og rólega að komast aftur í rútínu eftir sumarfrí en rútínan er aðeins öðruvísi núna en hún
var fyrr í sumar. Ásamt því að fljúga hjá Icelandair þá er ég byrjuð í mastersnámi svo það er nóg
um að vera hjá mér og smá erfitt að venjast en það kemur á endanum - ég er alveg viss um það!

Þrátt fyrir smá erfiðleika þá stoppa ég að sjálfsögðu ekkert þegar kemur að því að versla - um
daginn ákvað ég að panta mér nokkrar nýjar vörur af Asos fyrir haustið og langaði mig að deila 
nokkrum hlutum með ykkur sem eru á leiðinni til mín. Fyrst er það þessi Nike peysa en ég á
þessa peysu í svörtu (fæst HÉR) og nota ég hana sjúklega mikið - ég elska svona peysur við
leggings eða lausar buxur á aðeins meiri kósý dögum! Ég pantaði mér svo líka þessa peysu sem
ég sýndi ykkur um daginn en þetta er fullkomin peysa í vetur yfir svartar gallabuxur og svo við
öklastígvél eða við þessa skó sem ég pantaði mér líka. Skyrtunni bætti ég svo við en ég elska 
skyrtur í augnablikinu við svartar buxur þegar maður er að fara eitthvað fínt - ég varð strax
heilluð af þessu munstri og smáatriðunum á höndunum 

Færslan inniheldur auglýsingalinka. 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig