31.8.17

NEW IN: NORDSTJERNE VASE

Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi við Snúruna // Vasann keypti ég mér sjálf.

Eins og ég deildi með ykkur fyrir stuttu þá er ég aðeins að breyta inn í svefnherbergi hjá okkur og 
eins og við var að búast þá smitaðist aðeins frá sér og nú langar mig að breyta svo miklu hjá okkur.
Ég elska að gera fínt heima við og innrétta en ég hef haft augun á þessum vasa frá Nordstjerne sem
fæst í Snúrunni frekar lengi - ég elska smáatriðin á honum og hann passar svo fullkomnlega við allt
heima! Ég er í augnablikinu að máta hann inn í svefnherbergi en mig langar rosalega að breyta aðeins
borðstofunni hjá okkur og hafa hann þar. Það er einmitt næsta verkefni eftir að ég klára herbergið
okkar en mig langar mjög að kaupa nýtt eldhúsborð og setja lítinn myndavegg þar fyrir ofan - þá
held ég að vasinn yrði fullkominn inn í stofu. 

Ég fékk mér stærri gerðina af vasanum og þú finnur hann hjá Snúrunni HÉR  
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig