28.8.17

FRENCH RIVIERA // PHOTO DIARY PART II


Jæja, þá er ég loksins komin með tölvuna mína aftur og get því haldið áfram að deila með ykkur
myndum frá Suður Frakklandi. Nú erum við komin á fjórða daginn okkar í þessari paradís en sá
dagur var að mínu mati sá skemmtilegasti í allri ferðinni. Það er svo margt að skoða þegar maður
er staddur í Frönsku Rivíerunni og náðum við til dæmis ekki að skoða allt sem okkur langaði. Við
náðum þó á þessum eina degi að eyða honum á þremur stöðum - Villefrance-Sur-Mer, Monaco og
í Nice. Villefrance-Sur-Mer er án efa fallegasti staðurinn sem við heimsóttum og mæli ég með að
kíkja á hann ef þið eruð stödd í Suður Frakklandi. Þetta er lítill bær sem er staðsettur við ströndina
á milli Nice og Monaco og vá hvað hann heillaði. Stöndin er æðisleg, sjórinn tær, bleik hús út um
allt og þvílíkt fallegt. Við röltum um bæinn og fengum okkur hádegismat meðfram sjónum! Það
er varla hægt að lýsa þessu eitthvað betur en ég leyfi myndunum að tala.


Næsta stopp hjá okkur var Monaco. Ég tók því miður ekki mikið af myndum þar og við eyddum
líka ekki það miklum tíma þar en vá, það er allt svo fallegt þarna. Við röltum aðeins um, skoðuðum
Monte Carlo spilavítið, fengum okkur drykki meðfram sjónum og slökuðum vel á. Mig langar 
klárlega að eyða meiri tíma í Monaco næst þegar ég fer til Suður Frakklands! Á leiðinni tilbaka
stoppuðum við í Nice og fengum okkur kvöldmat á stað sem heitir Sentimi og er við Place Garibaldi.
Maturinn þar var mjög góður og get ég því mælt með honum ef þið eigið leið hjá!


Næsta dag ákváðum við að taka því rólega og kíkja á strönd sem ég hafði séð sem er staðsett
á Saint-Cap-Jean-Ferret. Ströndin heitir Paloma Beach og ég var svo spennt að kíkja á hana
miðað við myndirnar sem ég var búin að sjá. Því miður fór dagurinn ekki eins og við vorum
búin að vona og kynntumst við því vel hversu pirrandi það getur verið að vera ferðamaður á svona
stað um mitt sumar. Það var gjörsamlega pakkað á ströndinni og alls staðar í kring. Ekki nóg með að
það tók okkur góðan klukkutíma að keyra að ströndinni þá var ekkert stæði laust nema 5 km í burtu
og því endaði dagurinn okkar frekar illa. Við vorum orðin vel pirruð og ákváðum því að kíkja á
aðra strönd sem var nær okkur en eins og við var að búast var gjörsamlega pakkað á henni. Við 
fórum því bara aftur upp á hótel og eyddum deginum í slökun þar. Ef þið farið til Suður Frakklands
að sumri til þá er gott að hafa í huga að það er fáranlega mikið af fólki þar og gott er að panta pláss
á ströndinni með nokkurra vikna fyrirvara! Ég mun klárlega hafa það í huga næst. Það góða við 
þennan dag er að við eyddum kvöldinu á æðislegum veitingarstað sem er án efa besti staðurinn
sem við borðuðum á þarna úti (fyrir utan Michelin staðina). Á sunnudögum er flest allt lokað í
Nice og þar á meðal veitingarstaðir en við fundum stað sem heitir HANgout og vá, þið bara
verðið að fara á hann ef þið eruð stödd í Nice!

Seinasti dagurinn okkar var mjög rólegur og því er ég ekki með neinar myndir frá honum en
vá hvað mig langar að fara aftur út þegar ég skoða þessar myndir. Ég get ekki mæt meira með
því að fara í frí til Suður Frakklands og hlakkar mig mjög til að fara aftur einn daginn 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig