Halló halló - það er alveg hrikalega langt síðan ég bloggaði seinast en stundum þarf maður bara smá
frí til þess að koma ennþá betri tilbaka. Ég er búin að vera að vinna ótrúlega mikið síðustu daga og
er þar af leiðandi mjög lítið heima við en það styttist óðum í sumarfrí hjá mér. Ég kom heim í morgun
frá einni af mínum uppáhalds borgum, New York, og átti ég alveg hreint yndislegan sólahring þar.
Það er svo margt sem hægt er að gera í New York en í þetta skipti ákvað ég að kíkja niður í hverfi
sem heitir Soho og eyða deginum þar. Hverfið er svo ótrúlega fallegt og er stútfullt af fallegum
búðum og veitingarstöðum - ég rölti um hverfið í smástund í góða veðrinu áður en ég flaug heim
um kvöldið, yndislegt alveg hreint!
Nú tekur við leti enda er ég vel þreytt eftir næturflugið heim - þangað til næst ♡
No comments
Post a Comment
xoxo