8.7.17

CURRENTLY LOVING // ESTÉE LAUDER GENUINE GLOW

 Þessi færsla er unnin í samstarfi við Estée Lauder á Íslandi. 

Fyrir nokkrum mánuðum fékk ég að gjöf mjög girnilegt krem frá Estée Lauder sem heitir Priming
Moisture Balm. Kremið er úr línu sem heitir Genuine Glow og það tók ekki meira en það til að gera
mig spennta til að prófa það. Eins og þið vitið eflaust þá elska ég allt sem tengist húðumhirðu og líka
allt sem er með orðinu "glow" í. Ég prófaði kremið strax og er mjög hrifin af því - mér finnst það æði
undir farða þar sem það gefur góðan raka og ljóma. Ég hef einnig verið að nota það á þeim dögum 
sem ég er farðalaus en húðin verður svo falleg og ljómandi. 

Það þurfi því ekki að spurja mig tvisvar þegar mér var boðið að prófa fleiri vörur úr línunni um 
daginn en ég fékk alla línuna sem ég er alveg í skýjunum með. Í línunni er meðal annars augnkrem
sem er æðislegt, kremkinnalitir í tveimur litum, varaolía og svo er það uppáhaldið mitt.. blautir
"highligterar" sem koma í þremur mismunandi litum sem hægt er að nota á bæði andlit og augu.
Það er hægt að gera svo fallega, einfalda og ljómandi sumarförðun með þessum vörum en ég ætla
einmitt að sýna ykkur vörurnar betur og hvernig ég nota þær á Snapchat á næstu dögum - þið finnið
mig þar undir @alexsandrabernh 

Það er TAX FREE í verslunum Hagkaupa til mánudagsins 10. júlí svo ég mæli með að kíkja á Genuine Glow
línuna frá Estée Lauder þar sem hún er á afslætti. 

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig