23.6.17

NEW IN: GUCCI SQUARE CAT EYE SUNGLASSES

Þessi færsla er ekki kostuð // Sólgleraugun keypti ég mér sjálf.

Um daginn sá ég einn af mínum uppáhalds bloggurum, Eirin Kristiansen, með gullfalleg Gucci
sólgleraugu þegar hún var í fríi í Barcelona. Næstu daga gat ég ómögulega hætt að hugsa um 
þessi gleraugu og varð ég eiginlega að eignast þau! Það var aðeins auðveldara sagt en gert en
ég leitaði að þeim um allt í Chicago þegar ég var stödd þar án árangurs. Nokkrum dögum síðar
var ég stödd í Toronto og ég ákvað að kíkja inn í Saks til að sjá hvort þau væru til og viti menn,
þarna voru þau að bíða eftir mér og það var bara eitt par eftir. Ég var því ekki lengi að kaupa mér
þau og vávvv, ég sé sko alls ekki eftir þessum kaupum 

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig