16.7.17

NEW IN: SELECTED HIGH WAISTED PANTS

Buxurnar keypti ég mér sjálf.

Um daginn fór ég á ótrúlega skemmtilegan viðburð en vinkona mín hún Þórunn Ívars hélt viðburð í 
samstarfi við MAC þar sem verið var að kynna nýja línu sem er núna komin í sölu hjá þeim. 
Línan er ekkert smá falleg og mæli ég með að kíkja á hana í MAC í Smáralind. Fyrir viðburðinn
kíkti ég í Selected í Smáralind þar sem mig langaði að finna mér eitthvað til að vera í og auðvitað
kom ég ekki tómhent heim. Ég fann mér ótrúlega fallegan bol sem ég var í við svartar gallabuxur
en svo kom ég líka heim með þessar buxur. Ég sá þær á herðatrénu og var ekki alveg viss en ég
ákvað að taka þær heim og máta og vávv, ég var í sjokki yfir því hversu fallegar og klæðilegar 
þær eru. Ég var alveg að fara út fyrir þægindarammann minn með þessum kaupum en ég sé
sko alls ekki eftir þeim þar sem ég er ástfangin af þessum buxum. Þær eru fullkomnar við hæla
og svo er þessi peysa sem ég keypti mér á útsölunni í Topshop fullkomin við, elska ermarnar á
henni en þetta eru svona "bell sleeves" sem ég er svo hrifin af 

Buxurnar fást í Selected Smáralind og kosta 11.990 krónur - ég tók þær í stærð 38.

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig