14.7.17

ASOS // ON IT'S WAY

ASOS tie sleeve jumper (HÉR)     ASOS lounge sweat & jogger set (HÉR)     ASOS chunky jumper (HÉR)

Ég fékk nett sjokk í byrjun mánaðarins þegar ég áttaði mig á því að það væri liðinn heill
mánuður síðan ég pantaði mér eitthvað af Asos. Þið vitið það eflaust öll hversu mikið ég
elska Asos og því var þetta mjög óvenjulegt fyrir mig - fyrr um daginn rakst ég á þessa
peysu inn á síðunni og ákvað að panta mér hana ásamt nokkrum fleiri flíkum. Ég elska 
litinn á henni og slaufurnar á erumunum eru einum of sætar. Ég pantaði mér líka þessa
hvítu peysu en hún er úr ofur mjúku efni og er fullkomin við svartar gallabuxur í haust
(já, auðvitað er ég byrjuð að hugsa um haustfatnað). Ég þurfti svo auðvitað að panta mér
einn svona kósýgalla en þetta sett er æðislegt, hlakka mjög mikið til að vera löt í þessu
í sumarfríinu 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig