20.7.17

CURRENTLY LOVING // ELIZABETH ARDEN MIRACLE OIL

 Olíuna keypti ég mér sjálf.

Ég elska þegar ég uppgvöta nýjar snyrtivörur sem koma mér sjúklega á óvart - það var einmitt málið
með þessa olíu frá Elizabeth Arden. Við erum að selja hana um borð hjá okkur (semsagt í Saga Shop
um borð hjá Icelandair) og ég hafði í raun aldrei pælt mikið í henni fyrr en ég las umfjöllun um hana
á daginn á bloggi sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Eftir að ég las aðeins um hana þá varð ég mjög
forvitin og keypti mér hana næst þegar ég var að fljúga. 

Ég hef verið að nota olíuna núna í rúman mánuð og vá, ég get ekki mælt meira með henni. Ég er
oftast mjög viðkvæm fyrir olíum þar sem þær stífla húðina mína en þessi gerir það ekki. Hægt er
að nota olíuna á andlitið, líkamann og í hárið en ég nota hana mjög mikið í andlitið á kvöldin, á
líkamann eftir sturtu og svo nota ég hana næstum því daglega á hælana mína þar sem þeir eru 
mjög þurrir og þetta hefur gjörsamlega bjargað þeim. Olían fer mjög fljótt inn í húðina og hún
situr ekki ofan á húðinni sem mér finnst vera lykilatriði og svo er lyktin af henni dásamleg. 
Þetta er vara sem er komin til að vera í minni rútínu - hún fæst um borð hjá Icelandair á einungis
3.600 krónur 


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig