28.5.17

HOME CHANGES // MYNDAVEGGURINN

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Slippfélagið.

Jæja, loksins get ég sýnt ykkur lokaútkomuna á stofunni en um daginn málaði ég hana
alla ljósgráa, skipti um mottu og púða ásamt því að setja upp myndavegg fyrir ofan sófann
en það er eitthvað sem mig var lengi búið að langa að gera. Þegar við fluttum inn fyrir þremur
árum máluðum við alla veggi nema tvo hvíta en núna er ég með það á heilanum að hafa enga
hvíta veggi. Ég veit að þegar við stækkum við okkur eftir nokkur ár þá mun ég ekki hafa einn
einasta vegg hvítann. 

Mig langaði semsagt að gera stofuna aðeins hlýlegri og mála hana alla í fallegum ljósgráum
lit. Eftir að hafa fengið ansi margar litaprufur (liturinn mátti ekki vera of dökkur þar sem við
búum í kjallaraíbúð og stofan er frekar lítil) þá fann ég hinn fullkomna lit frá Slippfélaginu.
Liturinn heitir Monroe og ég er alveg í skýjunum með hann. Hann er mjög ljós en hann gerir
samt allt saman mjög hlýlegt sem var einmitt markmiðið - mjög ánægð með þessa ákvörðun
hjá mér að velja mér þennan lit. Ég skipti svo einnig um mottu á gólfinu en ég fann þessa í
Söstrene Grene fyrir algjöra tilviljun en svona mottu var ég einmitt búin að vera að leita að
mjög lengi. Ég skipti einnig um púða í sófunum og vildi hafa þar smá svona grátt og hvítt
litaþema en púðarnir eru úr H&M Home, VIGT og Ilvu. Seinast en alls alls alls ekki síst er
það myndaveggurinn - ég setti hann upp alveg sjálf og eru myndirnar frá By Goja og frá
Desenio.com (elska þessa síðu en því miður sendir hún ekki til Íslands). Ég var alveg í tvo
eða þrjá daga að ákveða uppröðunina á myndaveggnum en ég mæli með að raða römmunum
á gólfinu fyrst til að sjá útkomuna áður en byrjað er að hengja myndirnar á veggina. Nú er
ég alveg í skýjunum með stofuna en þarf þó að laga aðeins sjónvarpsskenkinn og skipta um
gardínur - það er næst á dagskrá 


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig