22.5.17

NEW IN: MAC NEXT TO NOTHING

Þessi færsla er unnin í samstarfi við MAC // Vörurnar fékk ég sem gjöf en burstann keypti ég mér sjálf.

Um daginn fór ég á mjög skemmtilegan viðburð hjá MAC en loksins er Next to Nothing línan frá
merkinu komin í sölu hér heima. Ég er búin að bíða svo spennt eftir þessum vörum eftir að hafa séð
þær hjá nokkrum erlendum snyrtivörubloggurum en bæði andlitsliturinn og púðrið heillaði mig strax.
Þetta er semsagt ekki farði heldur kallar MAC þetta andlitslit og fengum við sýnikennslu til að vita
hvernig best væri að nota hann og setja hann á húðina. Liturinn minnkar fínar línur og blörrar húðina
en samt er lítil sem engin þekja í honum - þetta er mjög áhugaverð vara og er liturinn fullkominn fyrir
sumarið þegar maður vill vera með eitthvað létt á húðinni en samt hylja smávegis og leyfa henni að
njóta sín og ljóma. Ég hef svo verið að nota púðrið í nokkrar vikur yfir farða og tekur það alla olíu
en gefur ljóma á sama tíma. Það er ekki þessi týpíska púðuráferð á því en það er einmitt það sem ég
elska við það enda kýs ég ljómandi húð allan daginn.

Það er mælt með að nota þykkan bursta til að bera litinn á (bursta með þéttum hárum) og því ákvað 
ég að fjárfesta í burstanum sem var sérhannaður fyrir litinn en það er einnig til bursti fyrir púðrið sem
mig langar mjög í. Next to Nothing línan fæst í MAC Smáralind og mæli ég með fyrir sumarið SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig