29.5.17

ASOS WISHLIST // 20% AFSLÁTTUR

ASOS sweat & jogger set (HÉR)     ASOS deep plunge lace insert cami (HÉR)
ASOS jumper with v-neck (HÉR)     ASOS sea stripe wide trousers (HÉR)

Hversu fullkomið er það að í dag, á þessum gráa rigningadegi, þá ákveður ASOS að skella 20%
afslætti á allt á síðunni - já, þú last rétt, það er 20% af öllu! Það er því tilvalið að skella í nýjan
óskalista ef það má kalla þetta það en ég á núna þrjá hluti af þessum lista. Um daginn pantaði ég
mér þennan gullfallega hvíta blúndubol en smáatriðin á bakinu heilluðu mig um leið. Hann verður
fullkominn í sumar við lausar svartar buxur og sandala. Hann er líka fáanlegur í svörtu og er ég að
berjast við að panta mér hann ekki líka. Ég fékk mér svo þessa peysu um daginn en ég pantaði mér
hana í einni stærð stærri en ég tek vanalega (ég er vanalega í UK 10) og vávvvv, ég elska hana. Hún
er svo mjúk og extra falleg yfir svarta blúnduboli - hún nær líka niður fyrir rass svo hún er fullkomin
yfir leggings. 

Ég ákvað svo að nýta mér afsláttinn sem er í gangi og ég pantaði nokkra hluti fyrir Níels en svo sá
ég þessar buxur í gærkvöldi og ég bara varð. Hversu fullkomnar eru þær í sumar við hvítann bol og
sandala eða hvíta strigaskó?! Hlakka mjög til að fá þær! Mig langaði líka að panta mér þetta sett sem
er svo kósý en þar sem ég er nýbúin að panta mér þessi náttföt þá lét ég þau duga í bili.

Þú færð 20% afslátt af öllu inn á ASOS með kóðanum "SWEET" 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig