29.4.17

NEW IN: UMBRA HUB MIRROR

Þessi færsla er ekki kostuð // Spegilinn keypti ég mér sjálf.

Halló og gleðilegan laugardag - ég er loksins að sýna ykkur smá frá heimilisbreytingunum en ég er
gjörsamlega í skýjunum með þessar breytingar. Hér sjáið þið fyrstu myndir af gráu stofunni minni en
ég mun sýna ykkur fleiri myndir af litnum þegar myndaveggurinn er tilbúinn. Um daginn eftir að við
máluðum þá langaði mig svo að skipta út speglinum sem var fyrir ofan Besta skenkinn okkar en hann
var hvítur. Mig langaði að gera aðeins hlýlegra og ég rakst á þennan gullfallega spegil frá merkinu
Umbra á Facebook og ég vissi strax að hann yrði að verða minn! Hann er úr versluninni Esja Dekor
og ég er svo ástfangin af honum - hann gerir allt mun hlýlegra sem var einmitt markmiðið með
breytingunum. 

Ég hlakka til að deila með ykkur fleiri myndum af breytingunum og sýna ykkur gráa litinn betur,
hann er fullkominn og kemur svo vel út. Hann er frá Slippfélaginu og heitir Monroe - mæli svo með
honum 

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig