1.5.17

CURRENTLY LOVING: BOTANICALS SAFFLOWER

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Botanicals // Vörurnar fékk ég að gjöf.

Fyrir nokkrum vikum fékk ég það tækifæri að prófa Botanicals hárvörurnar frá L'Oréal - merkið 
heillaði mig strax og um leið og ég kom heim af fundinum þá fór ég í sturtu til þess að prófa allt
sem ég fékk. Ég hef nú verið að nota vörurnar frá merkinu í að verða mánuð og ég get sagt með
vissu að þetta er komið til að vera í minni hárrútínu. Ég er með mjög þurrt og "frizzy" hár enda
með miklar krullur - ég fékk því Safflower línuna en hún er fullkomin fyrir þurrt hár en vörurnar
innihalda safflower olíu og kókosolíu sem nærir hárið og gerir það silkimjúkt.

Það eru fjórar línur til frá Botanicals og er ég mjög spennt að prófa hinar seinna meir - ég ætla að
halda mig við Safflower en hárið mitt er búið að vera í fullkomnu standi seinustu vikur og svo er
lyktin af vörunum guðdómleg! Það eru fjórar vörur í Safflower línunni; sjampó, næring, maski og
Softening Ointment sem á að bera í annað hvort blautt eða þurrt hár og hjálpar við að næra, mýkja
og halda "frizzinu" í lágmarki - ég get ekki mælt meira með þessum vörum, svo góðar og svo eru 
þær á mjög sanngjörnu verði 

Vörurnar frá Botanicals fást t.d. í Hagkaup, Lyfju, Lyf&Heilsu, Apótekinu og á Heimkaup.is

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig