26.4.17

ON IT'S WAY // THE PERFECT SUEDE BIKER

ASOS suede biker jakcet (fæst HÉR í bleiku og HÉR í gráu)

Nei þið vitið ekki hversu spennt ég er akkúrat núna - ég fór um daginn í smá leiðangur í Kringlunni 
þar sem ég var að leita mér að rússkinn jakka og múlaskóm (mules á ensku, hef ekki betra nafn á
þetta haha). Ég kom heim með kjól og kerti en það gerist alltaf að þegar ég er að leita að eitthverju
ákveðnu þá finn ég það ekki en enda bara með eitthvað allt annað. Ég dó samt ekki ráðalaus og ég
kíkti um leið á Asos þegar ég kom heim og viti menn, þarna var hann - hinn fullkomni rússkin biker
jakki og í þessum tveimur fullkomnu litum!

Ég átti mjög erfitt með að velja á milli því mér finnst báðir litirnir geðveikir en ég ákvað að taka
þennan bleika þar sem mér finnst hann fullkominn fyrir vorið - það var aðeins erfiðara en ég hélt
þar sem hann var alltaf uppseldur í minni stærð (ég nota UK 10 fyrir ykkur sem eruð að pæla, það
er EU 38) en málið með Asos er að stærðirnar poppa inn allt í einu. Ég fylgdist bara vel með og
kíkti á stærðirnar eflaust 20 sinnum á dag þar til ég sá hann í minni stærð í morgun, þá dreif ég
mig að setja hann í körfu og nú bíð ég spennt eftir að fá hann í hendurnar. Hann er uppseldur í
langflestum stærðum í bleika litnum en ég mæli með að bæta honum við á Saved Items og svo
fylgjast vel með - annars er hann til í gráu líka í öllum stærðum 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig