18.4.17

NEW IN: SELECTED SWEATER

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Selected á Íslandi // Peysuna fékk ég sem gjöf.

Halló - ég er mætt aftur í rútínu eftir smá lægð en ég þurfti bara smá pásu bæði frá blogginu og frá
helstu samfélagsmiðlum í nokkra daga. Það var bara nokkuð yndislegt að fá smá pásu en ég eyddi
helginni minni í góða veðrinu í Flórída og kom svo beint heim í páskamat til mömmu. Mig langaði
að sýna ykkur nýja peysu sem ég fékk fyrir helgi en hún er strax orðin uppáhalds í augnablikinu og
verður eflaust mikið notuð. Ég kolféll fyrir henni um leið og ég sá hana og hugsaði hversu fullkomin
hún yrði í vor og sumar yfir létta kjóla - hún er nefnilega úr Merino ull og er því mjög hlý! 

Hún er úr einni af minni uppáhalds verslunum hér heima, Selected, sem er í Smáralind. Ég var í smá
vandræðum með að velja mér lit en peysan er til í þremur litum - þessum dökkbláa sem ég valdi mér
(það eru samt bara nokkrar eftir í þeim lit) og svo líka í svörtu og ljósgráu. Fullkomin gæðaflík sem 
passar við allt og mun duga mér lengi - hún kostar 15.990 og ég tók hana í stærð Medium 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig