Ég skulda ykkur nokkra Asos lista en ég hef aðeins verið að slóra með þá - lofa að þetta gerist ekki
aftur! Ég hef reyndar ekki verið að panta mér mikið af Asos upp á síðkastið en það eru alveg nokkrar
flíkur sem mig langar svo í að ég enda á því að panta mér bráðlega. Hér höfum við fjórar flíkur sem
eru ofarlega á óskalistanum mínum en ég er að pæla að panta mér hvíta bolinn og svörtu peysuna
með blúndunni neðst - hversu fullkomin er hún?! Eins og þið vitið eflaust þá elska ég blúndukjólinn
skemmtilegur, klassískur en með smá svona details.
Nike peysan er svo fullkomin svona hversdags við leggings en ég nota mína svona svarta óspart.
Hvíta blússan er svo fullkomin við aðeins fínni tilefni við svartar rifnar gallabuxur og fallega
hæla - já takk ♡
No comments
Post a Comment
xoxo