Þessi færsla er ekki kostuð // Myndirnar eru teknar af Pinterest.
Halló halló - mig langaði að láta vita af mér en ég er lifandi! Ég var svo heppin að næla mér í flensu
og hef ég því verið heima rúmliggjandi síðan ég kom heim frá New York á sunnudaginn. Seinasta
vika fór líka í veikindi en þrátt fyrir þau náði ég að mála stofuna okkar eins og ég hef verið að tala
um að gera - hún er því núna orðin ljósgrá og er ég ekkert smá ánægð með það. Liturinn sem ég valdi
er fullkominn, hann er ekki of dökkur en á sama tíma gerir hann ótrúlega mikið og er allt orðið mun
hlýlegra. Mig hlakkar svo til að deila með ykkur myndum af stofunni þegar allt er klárt en fyrst þarf
ég að klára að gera myndavegginn en hann ætla ég að hafa fyrir ofan sófann og svo er ég líka að bíða
eftir nýjum spegli sem ég ætla að setja fyrir ofan Besta skenkinn okkar.
Mig hefur lengi langað að setja upp myndavegg en ég elska þannig veggi - ég enda örugglega á að
gera eitthvað í líkingu við efstu myndina til vinstri en hana er ég að nota sem viðmið. Ég pantaði mér
nokkrar myndir af Desenio (elska þessa síðu en því miður sendir hún ekki til Íslands) og ætla ég að
blanda þeim saman við myndir sem ég á nú þegar. Þær fara allar í svarta ramma og mun það gera
allt enn hlýlegra og ég er svo spennt að klára vegginn. Ég mun að sjálfsögðu sýna ykkur hér þegar
hann er tilbúinn og ég ætla að sýna ykkur frá ferlinu á Snapchat hjá mér en ég er þar undir
@alexsandrabernh (ekki gleyma auka s-inu) ♡
No comments
Post a Comment
xoxo