5.4.17

ON IT'S WAY

ASOS black playsuit (HÉR)     ADIDAS trefoil shirt (HÉR)
ASOS shopper bag (HÉR)     ASOS frill sleeve top (HÉR)

Ég ætlaði að vera rosa dugleg að panta mér ekkert af Asos í mánuðinum þar sem ég er á leið erlendis 
í nokkra daga í næsta mánuði (ekki vinnustopp vúhú) en þið vitið hvernig ég er stundum! Í gær var ég
svo þreytt eftir að hafa eytt öllum mánudeginum í að mála stofuna okkar gráa (tók mig bara 12 tíma 
og ég gerði það alveg sjálf - hlakka til að sýna ykkur myndir á næstu dögum) að ég ákvað að launa 
mér með því að panta mér nokkra hluti af Asos sem ég hef haft augastað á.

Allir hlutirnir eiga það sameiginlegt að vera mjög klassískt (fyrir utan kannski bolinn) og er ég mjög
spennt að fá pakkann minn í hendurnar! Ég var búin að sjá þennan svarta stutta samfesting áður og
ég heillaðist strax af honum - hann er fullkominn fyrir sumarið og lítur út fyrir að vera svo þægilegur.
Taskan er fullkomin en það kemst eflaust helling í hana - þó að ég elska merkjatöskur þá finnst mér
snilld að eiga ódýrari töskur í bland og ég get ímyndað mér að þessi verði flott í haust þegar ég byrja
í masternum. Hvíti bolurinn er búinn að vera á óskalistanum mínum frekar lengi en ég var alltaf svo
óviss með ermarnar en núna elska ég þær - þær gera einfalt outfit svo miklu skemmtilegra. Ég ákvað
svo í flýti að bæta þessum græna Adidas bol við en hann er fullkominn bolur til að vera í heima við,
ég gjörsamlega elska litinn á honum 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig