24.4.17

CURRENTLY LOVING: ST. TROPEZ LUXE DRY OIL

Þessi færsla er unnin í samstarfi við St. Tropez á Íslandi // Vöruna fékk ég að gjöf.

Já, þið eruð að lesa rétt -  ég er að blogga um brúnku. Þið vitið það eflaust langflest að ég er hvítari
en allt og í raun finnst mér það bara í lagi en upp á síðkastið hef ég af og til verið að setja á mig 
brúnku og ég verð að viðurkenna, það lætur manni alveg líða aðeins betur að vera með smá lit á
sér. Ég hef prófað alveg nokkrar vörur, sumar hræðilegar en aðrar mjög góðar en ég ætla einmitt
að segja ykkur aðeins betur frá tveimur vörum sem ég er mjög ánægð með og hef verið að nota
seinustu vikur.

Varan heitir Luxe Dry Oil og er frá St. Tropez - ég fékk bæði fyrir andlit og fyrir líkamann og ég
verð að viðurkenna að ég var frekar smeyk við að prófa þær fyrst þegar ég fékk þær þar sem ég er
vön að nota froðu eða krem en ekki olíur. Ég ákvað að prófa þetta um daginn áður en ég fór til
Orlando þar sem ég vildi ekki vera algjör næpa á sundlaugarbakkanum og vá, olían kom mér 
ekkert smá á óvart. Ég notaði hanskann frá St. Tropez til að bera hana á og ég var í smá veseni
fyrst þar sem þetta er aðeins erfiðari að bera á en froða en á endanum kom þetta. Það tók mig
kannski um 5 mínútur að bera á allan líkamann og það sem mér finnst vera þægilegast við olíuna
er að þú sérð hana á líkamanum um leið og þú berð hana á. Olían er þurrolía svo húðin verður 
ekki blaut eða klístruð af henni sem er algjör snilld - ég setti olíuna á mig eftir sturtu áður en ég
fór að sofa og þegar ég vaknaði næsta dag fór ég í sturtu og skolaði mig. Liturinn kom mjög
vel út, var mjög jafn og mér fannst ég vera ekkert smá brún! Ég setti svo andlitsolíuna í andlitið
á mér og hún kom einnig mjög vel út, hún stíflaði ekki á mér húðina og þornaði einnig mjög
fljótt.

Ég get ekki mælt meira með þessari brúnku og ég er eiginlega spennt að nota hana aftur á 
mig þar sem liturinn var svo fallegur - undirtónninn í brúnkunni er rauður en ekki grænn eins
og vanalega og hentar olían þurru húðinni minni mjög vel. 

Vörurnar frá St. Tropez fást í verslunum Hagkaupa meðal annars. 

SHARE:

2 comments

  1. Þú ert yndi. Er líka rauðhærð eintak og verslaði mér andlitsolíuna eftir að ég sá þig með hana. Og vá takk æðislega. Mæli mikið með.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ooo yndislegt að þú fýlar hana, hún er líka æðisleg! Knús <3

      Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig