26.3.17

RFF 2017


Ég kom heim frá Boston í gærmorgun og eftir að ég lagði mig um morguninn þá lá leið mín á
Reykjavík Fashion Festival. Ég missti af fyrri kvöldinu og því var ég mjög spennt að komast á
annað kvöldið, sjá nokkrar sýningar og eiga gott kvöld með mínum bestu. Við fórum á þrjár
sýningar og voru þær allar frábærar en Inklaw sýningin stóð upp úr og svo var ég ótrúlega
hrifin af flíkunum frá Anitu Hirlekar, öll smáatriðin voru svo falleg og kvenleg! Við kíktum
svo í lokapartýið eftir sýningarnar og skemmtum okkur konunglega - yndislegt kvöld með
yndislegum vinkonum!

Ég ákvað að fara í eitthverju mjög einföldu og þægilegu (eins og alltaf haha) en þessi kjóll
frá Missguided var fyrir valinu - hann er því miður uppseldur í augnablikinu en ég læt ykkur
að sjálfsögðu vita ef hann kemur aftur. Ég var svo í svartri Zara kápu yfir og í uppáhalds
öklastígvélinum mínum frá Public Desire (fást HÉR
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig