29.3.17

NEW IN: SELECTED SPRING COAT

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Selected // Kápuna fékk ég að gjöf.

Ég get ekki sagt ykkur hversu ánægð ég er að þessi gullfallega kápa frá Selected er loksins mín! Mig
er búið að langa í hana alveg síðan ég sá uppáhalds bloggarann minn, hana Kenzu, í henni fyrir um 
mánuði síðan. Eins og þið kannski vitið þá er ég með eitthvað æði fyrir kápum og peysum og þegar
ég mátaði þessa í Selected í dag þá var ekki aftur snúið. Ég elska litinn á henni en hann er fullkominn
fyrir vorið og svo er kápan svo létt en á sama tíma hlý og sniðið á henni er svo klassískt. Það er band
utan um mittið líka svo það er hægt að hafa hana bæði opna eins og ég er með hana á myndunum og
svo líka lokaða sem ég gjörsamlega elska.

Ég keypti kápuna í Selected í Smáralind og voru einungis 4 stykki eftir svo ég myndi hafa hraðar
hendur ef ykkur langar í - ég veit að mín verður notuð mikið í vor og sumar 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig