9.9.15

GET THAT PERFECT GLOW

THE BALM betty-lou manizer & mary-lou manizer - buy them HERE

Halló - í dag ætla ég að segja ykkur frá tveimur vörum sem urðu strax mikið uppáhald
eftir að ég prófaði þær í fyrsta skiptið. Við höfum eflaust allar heyrt endalaust gott um 
þessar tvær vörur frá The Balm, þá sérstaklega um Mary Lou-Manizer highligterinn sem
gjörsamlega allir lofsyngja. Ég verð að viðurkenna að ég var mjög forvitin hvort þessar
vörur væru eins góðar og allir voru að tala um svo að ég fékk tækifæri til þess að prófa
þær og segja ykkur aðeins betur frá.


Báðar vörurnar eru svokallaðir "highlighterar" - annar dökkur og hinn ljós. Ég nota þá þó
á sitthvoran hátt og er gjörsamlega ásfangin. Ég hef notað Betty Lou-Manizer mun meira
og er þetta orðin must have vara í snyrtitöskunni minni. Ég nota hann sem bronzer eða til
að fá smá hlýju í andlitið. Hann er ekki mattur, eins og ég er vön, heldur er hann með frekar
miklu shimmer. Ég var þess vegna ekki viss með hann fyrst, þar sem ég hef aldrei notað
neitt annað en matta bronzera. Eftir fyrsta skiptið varð ég ástfangin - hann gefur manni svo
fallega hlýju í andlitið og gefur manni fallegann ljóma í leiðinni. Ég nota þennan bronzer
dagsdaglega og er þetta strax orðin vara sem ég gæti ekki lifað án, falleg ljómandi húð er
nýtt uppáhald hjá mér. Ég nota svo Mary Lou-Manizerinn þegar ég vill fá smá auka ljóma
og nota ég hann þá efst á kinnbeinin og fyrir neðan augabrúnina. Ég nota svo báðar vörurnar
stundum sem augnskugga líka, ég gjörsamlega elska svona fjölbreyttar vörur! Ég ætla að 
sýna vörurnar betur á Snapchat í kvöld eða á morgun! Þið finnið mig á Snapchat undir
@alexsandrabernh x

Báðar vörurnar fást á LineUp.is og mæli ég algjörlega með að panta hann þaðan,
ég fékk ótrúlega góða og hraða þjónustu!
 ___________________________________________

I have read so many good things about these two highlighters from The Balm that I 
had to try them out for myself. Immediately after trying it out once I fell in love with
both of them - they are so pigmented and beautiful. I use the Betty Lou-Manizer as a
bronzer and it gives me such a nice sunkissed and glowy skin. When I want a more
glow I use the Mary-Lou Manizer on the high points of my cheeks and under my 
brow bone. You can also use both of them as an eyeshadow which I have tried and
it came out so good! Definitely recommend these x
* Vörurnar í þessari færslu voru sendar sem gjöf, allar
skoðanir sem koma fram eru mínar eigin *

SHARE:

2 comments

  1. Replies
    1. Já, eins og kemur fram í færslunni þá pantaði ég þá á lineup.is xx

      Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig