finnst mjög gaman að deila myndum af íbúðinni minni með ykkur og vona ég að þær veiti ykkur
innblástur. Ég hef ekki birt neina heimilisfærslu í nokkra mánuði enda hefur ekkert breyst heima
við síðan seinast. Ég er loksins komin í stuð til að halda áfram að gera fallegt heima við og í gær
settum við upp hillur inn í svefnherbergi. Veggurinn á móti rúminu var búinn að vera auður síðan
við fluttum inn fyrir jól 2013 og fór hann aldrei í taugarnar á mér nema um daginn byrjaði ég að
pæla rosalega mikið í honum og langaði mig að gera eitthvað við hann.
Þar sem stíllinn minn er mjög einfaldur þá hugsaði ég um að hengja upp tvær myndir á vegginn en
ég endaði svo á því að kaupa tvær myndahillur í Ikea og hengja þær upp. Ef þið hafið skoðað gamlar
færslur þá vitið þið að ég er með eina svona fyrir ofan sófann inn í stofu og er ég enn mjög ánægð
með hana. Það er svo þæginlegt að hafa kost á því að breyta uppröðuninni á hillunni og breyta ef
maður fær ógeð. Ég raðaði nokkrum hlutum á þær í gær og gerði mitt besta til að hafa uppröðunina
eins stílhreina og ég gat. Ég er ótrúlega ánægð með hvernig þetta kom út og hlakkar mig til að deila
með ykkur fleiri myndum af íbúðinni bráðlega.
Ef þið hafið eitthverjar spurningar um hlutina á myndunum fyrir ofan, endilega skiljið eftir
comment og ég geri mitt besta til að svara x
really happy with that! I haven't done anything in a while at home so I haven't shared much
lately but yesterday we put up some shelfs in our bedroom. This wall has been empty since
we moved in and the other day I really wanted to do something about it - I am really happy
with how it turned out x
No comments
Post a Comment
xoxo