17.3.15

INSTAGRAM DIARIES

SUNNUDAGSBLÓMIN - FALLEG BLÓM FRÁ MÖMMU!

EFTIR NOKKRA LETIDAGA NÁÐI ÉG MÉR ÚR KÓSÝGALLANUM OG Á 
SKEMMTILEGAN FUND - KÁPA ÚR ZÖRU, PEYSA FRÁ VERO MODA, KJÓLL
FRÁ ASOS OG BIANCO SKÓR.

ÉG VAR EIN HEIMA Á KONUDAGINN OG ÞVÍ EKKI MIKIÐ UM DEKUR ÞANN DAG,
ÉG REDDAÐI MÉR BARA SJÁLF OG HENTI Í AMERÍSKAR PÖNNUKÖKUR.

BESTI BRUNCHINN Í REYKJAVÍK ER Á SNAPS - UPPÁHALDIÐ MITT ER
EGGS BENEDIKT MEÐ BÖKUÐUM BAUNUM TIL HLIÐAR OG EF ÉG ER
EXTRA SVÖNG ENDA ÉG Á PÖNNUKÖKUM MEÐ SÝRÓPI.

ÞARNA VORUM VIÐ 6 ÁRA - VIÐ EYDDUM DEGINUM SAMAN Á SNAPS, HEIMA
UPP Í SÓFA Í LETI OG ENDUÐUM DAGINN Á ÞVÍ AÐ BORÐA Á APÓTEK RESTAURANT,
MÆLI MEÐ HONUM!

ÞETTA ER ÓSK, YNSTA SYSTIR MÍN. HÚN VARÐ 5 ÁRA UM DAGINN OG ÞVÍ VAR HALDIÐ
AFMÆLI MEÐ FROZENÞEMA - ÉG TRÚI EKKI HVERSU HRATT TÍMINN LÍÐUR, MÉR FINNST
EINS OG HÚN HAFI FÆÐST Í GÆR.

UPPÁHALDS SAMSETNINGIN MÍN SEINUSTU DAGA - RIVER ISLAND PEYSA OG ASOS
KJÓLL MEÐ BLÚNDU AÐ NEÐAN.

NÝTT OG FALLEGT - FÉKK NOKKRAR ÆÐISLEGAR VÖRUR FRÁ BÆÐI SENSAI OG
GORGEOUS. FÆRSLAN MEÐ GORGEOUS VÖRUNUM ER KOMIN INN EN FÆRSLAN UM
SENSAI KEMUR INN BRÁÐLEGA.

OUTFIT FYRIR DAG 1 Á RFF - MIG LANGAÐI AÐ FARA Í EITTHVERJU CASUAL
OG ÞÆGINLEGU. JAKKI FRÁ VILA, GALLABUXUR FRÁ TOPSHOP OG SKÓR FRÁ
ASOS.

EIN FRÁ JÖR SÝNINGUNNI - HÚN VAR EKKERT SMÁ FLOTT EINS OG ÉG BJÓST VIÐ.
HÚN BYRJAÐI Á FALLEGUM HVÍTUM FLÍKUM, YFIR Í GRÁTT OG ENDAÐI SVO Á
SVÖRTUM - FULLKOMIÐ.

DRESS FYRIR DAG 2 Á RFF - RIVER ISLAND PEYSA, ASOS KJÓLL, ZARA KÁPA
OG BIANCO SKÓR. 

HOME DETAILS - TEKIÐ INN Í SVEFNHERBERGI. 

Hér eru nokkrar Instagram myndir frá seinustu vikum - RFF, afmæli og notalegheit
hefur einkennt seinustu daga en einnig lærdómur. Það er einungis mánuður eftir af
önninni sem þýðir að annað árið mitt í háskóla er á enda. Þá er bara eitt ár eftir og
hef ég mikið verið að hugsa um hvað mig langar að gera eftir námið hér heima. 
Efst á listanum mínum er að flytja erlendis og fara í frekara nám en auðvitað get
ég ómögulega ákveðið hvert mig langar að fara - LA heillar mig auðvitað þar sem
við bjuggum þar fyrir þremur árum en einnig Stokkhólmur eða London. Ég hef þó
nægan tíma til að ákveða mig!

Þú finnur mig á Instagram undir @alexsandrab x

// Here are a couple of snaps from the last couple of days. I have been spending
my days at RFF, birthday parties and studying - there is only a month left of this
semester and then I have finished two years at University. Only a year until I
graduate and I have no idea what I will do after that. I really want to move to
another country to study some more but can't decide where I want to go.
You can find me on Instagram under @alexsandrab x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig