21.3.15

NEW IN: MAKE-UP ORGANIZER


Ég á heimsins minnsta baðherbergi og ekki nóg með það, þá er varla neitt geymslupláss þar inni. Það
eru einungis litlar þrjár hillur sem geyma handklæði og körfur af snyrtidóti. Ég hef þess vegna þurft
að geyma helstu snyrtivörurnar mínar í skáp sem er inn í stofu (sjá hér) og eru þær smá út um allt. Ég
þoli ekki svona óskipulag og þess vegna fór ég í smá leiðangur um daginn og fann mér þessa hirslu
hér og bíð spennt eftir að hún komi til mín. Ofan á hana hafði ég hugsað mér að setja burstana mína
en ég á einmitt svona glært undir þá. Ég fann svo þessa hirslu þegar ég var á röltinu í Kringlunni um
daginn en ég fann hana í Tiger. Mér fannst hún fullkomin til að vera með burstunum ofan á stærri
hirslunni og er ég ekkert smá ánægð með hana. Það er miklu skemmtilegra að hafa allt skipulagt og
svo skemmir ekki hversu fallega þetta kemur út - en ég raðaði nokkrum af mínum uppáhalds vörum
í hirsluna. Það er mun auðveldara að finna vörurnar þegar þær eru geymdar svona!

Eigið góða helgi - sólin skín en ég er föst inni að læra fyrir próf, er það ekki frekar týpískt? 
Ég get þó ekki kvartað það mikið því það eru einingis nokkrir dagar eftir af önninni og þá
er stutt í sumarið sem verður æðislegt - enda fékk ég ansi skemmtilega sumarvinnu x

// My apartment has the smallest bathroom ever so I can't really store all my stuff in there. I
just got this acrylic box to store some of my favourite products and I really love it! I am 
thinking about storing it on top of this make up organizer when I get it in the mail along
with my brushes. Everything is much better when it is in order x

Vörurnar í þessari færslu keypti ég mér sjálf.

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig