12.1.15

THE TUX DRESS

MISSGUIDED tux dress (HERE in black and HERE in white)

Persónulega þá finnst mér stíllinn minn alltaf vera að breytast og þróast með tímanun. Það sem mér 
fannst vera flott fyrir nokkrum mánuðum finnst mér kannski ekki flott í dag og oft kemur það fyrir
að ég er hrifin af eitthverju sem ég hefði aldrei litið við fyrir nokkrum vikum. Undirstaðan er alltaf
hin sama; klassík og þægindi. Það er það sem mér finnst skipta mestu máli, og auðvitað að líða vel
í því sem maður er í. Nýlega uppgvötaði ég nýja þætti sem heita Fashion Bloggers og eru þeir sýndir
á E! og þar fæ ég fáranlega mikinn innblástur. Eftir að ég byrjaði að horfa hefur stíllinn minn þróast
aðeins í meiri klassík og orðin mun "minimalistic" sem þýðir einfaldlega minna er betra. 

Þessi kjóll frá Missguided er alveg í anda stílsins míns í augnablikinu og mig kítlar svo í fingurnar að
panta mér hann. Ef ég þekki sjálfa mig rétt á ég eftir að gefast upp og panta hann í vikunni í svörtu,
þvílíkt augnakonfekt sem hann er. Einnig er næst á dagskrá að panta mér tíma í klippingu, en mig
langar mjög að gera hárið mitt aðeins hlýlegra (breyta litnum, en þó ekki lita það - fer ekki í það
vesen aftur) og klippa það töluvert styttra. Breyting er alltaf góð, ekki satt? x


// My style is always changing and evolving and lately I have been very into classic and 
minimalistic pieces like this gorgeous dress from Missguided. If I know myself right I
will probably order it this week, it's so pretty x


SHARE:

3 comments

  1. Love it !! Especially the white one. Super cute .

    ReplyDelete
  2. Báðir rosa flottir, svarti þó alltaf öruggara val :)

    Eitt samt, hvernig breytirðu litnum á hárinu en litar samt ekki?

    Kv. Ragga

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já, svarti verður klárlega fyrir valinu þó hvíti sé ótrúlega fallegur!
      En ég orðaði þetta kannski asnalega, var þá að tala um skol xx

      Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig