14.1.15

YSL ENCRE DE PEAU

YSL encre de peau foundation in B20 

Ef þú átt ekki þennan farða inn í skáp hjá þér þá myndi ég mæla með því að þú hendir þér út í búð
núna og kaupir þér hann! Ég var svo spennt að prófa hann eftir að hafa lesið um hann á bloggum þar
sem hann var borinn saman við Lancomé Miracle Air De Teint farðanum sem ég var mjög hrifin af í
vinnunni síðasta sumar. Þessi tegund af farða varð mjög vinsæl í fyrra og kallast þeir þurrolíu farðar.
Þeir eru öðruvísi frá öðrum förðum á þann hátt að formúlan er ótrúlega létt og þunn og farðinn verður
svo mattur þegar hann er borinn á andlitið. 

Sjálf nota ég farða ótrúlega sjaldan en ég hef notað þennan farða á hverjum degi síðan ég fékk hann. 
Hann er ótrúlega léttur, það er mjög þæginlegt að bera hann á og hann endist allan daginn. Það sem
ég hata mest við farða er að maður finnur fyrir vörunni á andlitinu og það finnst mér alveg rosalega
óþæginlegt. Það gerist einmitt ekki með þennan farða, áferðin er ótrúlega létt en samt hylur hann vel.
Ég fékk bursta með farðanum og er mjög gott að nota hann til að bera hann á og nota ég hringlaga
hreyfingar. Ég var í smá sjokki fyrst þegar ég bar hann á mig þar sem þetta er smá eins og að bera á
sig silki, þetta er það mjúkt x


// My latest beauty obsession is the new foundation by YSL called Encre de Peau or Fusion Ink.
It's really light and goes on so smoothly and covers really well. I have used it every single day
since I got it and really recommend you go try it. It also lasts on all day which is a big plus xSHARE:

3 comments

 1. Hvernig finnst þér hann í samanburði vð Lancome miracle air de teint? :)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Það er ekki mikill munur á þeim finnst mér, báðir eru þeir mjög góðir en mér finnst þessi endast aðeins lengur en hinn og hylur betur :)

   Delete
 2. oh looks like a great product


  www.formemag.com
  www.kkathleenn.blogspot.ca
  @formemageditor

  ReplyDelete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig