11.1.15

CURRENT FAVORITES


Það eru nokkrir hlutir sem eru alveg augljóslega í uppáhaldi hjá mér í augnablikinu og eru þetta 
nokkrar vörur sem ég er mikið að grípa í núna. Ég hef bloggað um Contour Kitið en allar hinar
vörurnar eru væntanlegar á bloggið í þessum mánuði þar sem ég segi ykkur aðeins betur frá þeim
og hvernig þær hafa hentað mér. Ég keypti mér langmest í MAC úti enda var ég komin með ansi
langan lista af vörum sem mig langaði í svo þið megið búast við stórri færslu um þær vörur sem
ég keypti mér í næstu viku ásamt umfjöllum um YSL farðann sem ég tel vera besta farða í heimi!

Annars þá er búið að vera mjög lítið um blogg hérna þar sem seinustu dagar hafa ekki verið
þeir skemmtilegustu. Það byrjaði með því að ég fékk flensu og var því veik í fimm daga og 
svo endaði það með því að kærastinn minn smitaðist af mér. Við erum því búin að eyða allri
vikunni heima að horfa á Harry Potter myndirnar frá upphafi. Ég ætla þó að hressa mig við og
gera gott úr þessum degi með því að kíkja aðeins á útsölurnar - á morgun byrjar skólinn svo það
er best að njóta seinasta dagsins af jólafríinu x


// Here are some products that are my favourites at the moment! I have blogged about the Contour
Kit from Anastasia but will be blogging about the other products this month. Today is my last day
of Christmas break since school starts tomorrow so I am going to make the best of it since both me
and my boyfriend have been sick for the whole week! I am finally going to the sales to see if I can
find something pretty xSHARE:

2 comments

  1. Þessi listi er eiginlega óskalistinn minn haha - mig langar í allt.

    ReplyDelete
    Replies
    1. haha þetta er allt sjúklega gott líka! mæli með x

      Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig