19.11.14

HOME: feathers

SOFIE ROLFSDOTTER feather illustrations - find them HERE and HERE

Ég deildi þessari mynd á Instagraminu mínu í gær og fékk nokkrar spurningar um myndirnar
tvær. Ég er nýlega búin að uppgvöta Etsy sem er algjör snilld og fann ég þessar tvær myndir
þar. Ég hef alltaf verið svo hrifin af fjöðrum og mér finnst þessar myndir alveg einstaklega 
fallegar! Ég er búin að finna fullkomin stað fyrir þær en ég er með tóman gráan vegg inni í
eldhúsi sem þær fá að prýða. Hönnuðurinn af þessum myndum er með mjög fallegt úrval af
myndum á síðunni sinni - ég mæli með því að þú kíkir á það.

Eigið góðan dag - ég var að ljúka við að skila af mér 30 bls markaðsrannsókn og get því
loksins andað aðeins léttar og átt notalegan dag heima við. Ég er ein heima í allan dag og
á heila súkkulaðiköku sem kærastinn minn bakaði í gær, þetta verður góður dagur x


// I Instagrammed this picture yesterday and got some questions about the illustrations.
I got them on Etsy and absolutely love them - I have an empty grey wall in the kitchen
and I am going to hang them there. Have a great day everyone, I just finished a 30 page
market research so I can finally breath for a while. I am also alone home with a whole
chocolate cake, so I know this day is going to be good xSHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig