Ég ætlaði að vera löngu búin að skella inn færslu í dag en það er meira mál en ég hélt að
halda afmælisveislu. Í dag er ég 22 ára og þar sem þetta er fyrsti afmælisdagurinn minn
eftir að ég flutti að heiman var ég svo spennt að halda fyrstu veisluna mína. Ég bauð mínum
nánustu hingað heim og við gæddum okkur á yndislegum kökum og gotteríi. Ég gerði mína
fyrstu rósaköku sem heppnaðist bara mjög vel en ferlið var ansi strembið og þá sérstaklega
þegar ég kláraði kremið og hálf kakan var eftir - en það auðvitað reddaðist og allir sjúkir í
kökuna. Ég fékk yndislegar gjafir og var svo heppin að fá að eyða deginum með uppáhalds
fólkinu mínu - á morgun er svo partý #2 þar sem ég ætla að bjóða vinkonuhópnum heim í
spjall og kökur.
Takk allir fyrir fallegu kveðjurnar ykkar, ég er svo heppin að eiga góða að sem gera þennan
dag alltaf svo minnisstæðan ♥
// I was going to blog this morning but throwing a birthday party is more work than I
though. Today I turned 22 years old and since it's my first birthday after I moved into
my own place I was so excited to throw my first birthday party all by myself (and with
a lot of help from my mom). I invited my closest family and we spent the day eating
cakes and just talking. I made my very first rose cake which turned out so amazing
even though there was some drama in the process (the frosting finished so I had to
make a new batch right before the guests arrived) - but everyone loved it so mission
accomplished. Thank you all for your lovely birthday wishes, I am so lucky to have
amazing people in my life that make this day always so memorable ♥
happy birthday! lovely cake
ReplyDeletewww.formemag.com
www.kkathlenn.blogspot.com
@formemageditor