12.11.14

HOME: bathroom

PICTURES FROM PINTEREST - FIND ME HERE

Ég hef sýnt ykkur helling af myndum af íbúðinni okkar en það er eitt sem ég hef aldrei sýnt
ykkur og það er baðherbergið. Ástæðan fyrir því er að það er frekar ljótt, ég allavegana þoli
það ekki! Flísarnar eru svartar en það voru greinilega notaðir bara afgangar þar sem þetta er
bara svona blanda af eitthverju og litla systir mín er mjög dugleg að spurja mig hvort að þær
eiga að vera svona. Það er líka mjög lítið geymslupláss þar inni enda er engin innrétting eða
skápur heldur bara 3 hillur og það er ekki séns að allt dótið mitt komist þarna fyrir. 

Planið er að gera baðherbergið allt upp eftir áramót og rífa allt út úr því og byrja alveg upp
á nýtt. Ég get ekki líst því fyrir ykkur hvað ég er spennt fyrir því! Ég fer alltaf fram og tilbaka
og get ómögulega ákveðið mig hvort mig langi að hafa það allt hvítt eða hafa það hlýlegra og
nota dekkri liti, eins og á mynd nr. 2 - það væri draumur. Mig langar einnig að hafa marmara
borðplötu eða í sturtunni en myndi eflaust þurfa að selja nýrað mitt til að geta gert það. 
Mig hlakkar mjög til að byrja og leyfa ykkur að fylgjast með ferlinu x


// I have shown you a ton of pictures of our apartment but I have never shown you our
bathroom and that is because I really don't like it. We are planning on redoing it all from
scratch after the holidays and I am so excited. I can't decide if I want to keep it all white
and simple or if I want to make it a bit cozy by adding some darker colours. Can't wait
to start and of course I will update you on the process x



SHARE:

2 comments

  1. Ég er bara forvitin: ertu ekki í leiguíbúð? Það er nú ekki venjan að leigjendur breyti íbúðunum (eins og t.d. að skipta út baðherberginu), en flott ef þið megið það/tímið því í leiguhúsnæði :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. hæ - nei við eigum íbúðina, erum ekki að leigja :)

      Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig