9.11.14

OUTFIT: camel coat + oversized scarf

CAMEL COAT found on eBay (similar one)     VILA oversized scarf     RAY BAN sunglasses

Okei, kannski ekki almennilegt outfit en þetta er eitthvað! Í gær ákvað ég að taka mér langþráða
pásu frá lærdómnum og kíkti með kærastanum í brunch á Snaps. Ég fæ ekki nóg af pönnukökunum
þar, þær eru svo fáranlega góðar. Við ætluðum svo að taka smá rölt niður í bæ og taka outfit myndir
en það var bara svo fáranlega kalt úti að við fórum beint heim, pakksödd og sofnuðum í sófanum!
Ég verð að viðurkenna að það var frekar ljúft að gera gjörsamlega ekkert og eiga notalegan dag 
saman, sérstaklega þar sem við erum bæði búin að vera frekar upptekin seinustu daga. 

Ég notaði nýju kápuna mína í fyrsta skiptið og er ég mjög sátt með hana. Ég var búin að þræða
allar búðirnar hér heima og á netinu en fann aldrei neina sem ég var sátt með en svo rakst ég á
þessa á eBay og hún leit svo vel út að ég ákvað að panta hana. Ég er alltaf frekar stressuð þegar 
ég panta mér hluti þaðan, sérstaklega föt, þar sem maður veit aldrei hverju maður á von á en 
þetta voru ansi góð kaup hjá mér. Njótið Sunnudagsins ykkar, ég ætla að eyða honum upp í
sófa a náttfötunum að vinna í ritgerð x


// Yesterday I took a break from studying at went to brunch with my boyfriend and we planned
on walking downtown but it was just so cold outside that we went home and fell asleep on the
couch after brunch. It was such a nice and cozy day! I wore my new camel coat that I ordered
on eBay and an oversized scarf. Now: working on an essay, have a nice Sunday xSHARE:

1 comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig