14.11.14

NEW IN: 66° North

66° NORTH vatnajökull jacket

Ég held að ég hafi ekki verið ein í úlpu hugleiðingum seinustu vikurnar, en það er orðið svo kalt
úti að það er orðið erfitt að skríða fram úr á morgnanna vegna kulda. Ég á mjög góðar úlpur en
mig vantaði eitthvað aðeins léttara en þær og ég fann nákvæmlega það sem ég var að leita mér að.
Fyrir valinu varð þessi jakki frá 66° Norður - hann heitir Vatnajökull og fæst HÉR.

Hann er ótrúlega þæginlegur og er ég búin að nota hann frekar mikið á seinustu dögum. Það er 
auðvelt að klæða hann upp eða niður, hann er mjög léttur en samt hlýr og svo er hann líka bara
svo ótrúlega fallegur. Ég fékk mér hann í klassískum svörtum lit en hann kemur í nokkrum litum
og einnig er til síðari útgáfa sem er aðeins öðruvísi en þessi. Vörurnar frá 66° Norður eru í miklu
uppáhaldi hjá mér og hef ég átt tvær úlpur frá þeim og núna tvo jakka. Þær eru mjög endingargóðar
og vandaðar - fyrsta úlpan mín er síðan 2008 og hún er enn í fullkomnu standi í dag. Það versta er
að hún passar ekki ennþá á mig svo að litla systir mín var ansi heppin með það - en næst á dagskrá
hjá mér er að kaupa mér svarta Þórsmörk parka, það er ein besta flík sem ég veit um. Ég mæli samt
algjörlega með þessum jakka fyrir þá sem eru að leita sér að aðeins léttari flík x


// It's been so cold here in Iceland lately that I got a myself a new jacket to keep warm. I wanted
one that is a little bit more lighter than my coats and parkas so I chose this jacket from 66° North.
It's called Vatnajökull and I absolutely love it. You can purchase it HERE if you are interested. I
always love the products from 66° North, I have had two parkas and now two jackets from them 
and they are still in perfect condition. Next I am going to buy the Þórsmörk Parka, it's one of the
comfiest and warmest piece ever xSHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig