29.10.14

HOME: autumn cozy

H&M HOME vase          IKEA light decor  

Þar sem haustið er löngu komið ákvað ég að gera íbúðina aðeins meira kósý og haustlega.
Ég get hangið á Pinterest endalaust og þar fékk ég einmitt hugmyndina að nota köngla til
að skreyta. Þeir eru svo haustlegir og fínir! Ég var algjör lúði og tók göngutúr í hverfinu og
týndi köngla sem gekk fáranlega vel þar sem það er allt morandi í þeim í hverfinu mínu (passið
ykkur bara á að skola þá vel og setja þá inn í ofn í nokkrar mínútur til að þurrka þá og fæla í
burtu óboðna gesti). Ég ákvað að setja þá í koparskál sem ég fékk í Söstrene Grone og setti þá
á sófaborðið ásamt þessum fínu ljósum sem ég fékk í Ikea. Mamma sendi mig í leiðangur að
kaupa svona handa henni og ég varð að fá mér í leiðinni, þetta er ótrúlega sætt og kósý.

Næst á dagskrá er að halda áfram að gera kósý - en það er alveg kominn tími til að hvíla
öll bleiku gerviblómin sem minna mig bara á sumarið! Ég tel svo niður dagana þar til ég
má jólaskreyta - en kærastinn minn bannar mér að kaupa jólaskraut fyrir 1. des x


// Since fall is in full swing I decided it was time to make the apartment a little bit more
cozy and suitable for the season. I love getting ideas on Pinterest and I saw there how
cute it is to use pine cones as decoration so I went for a walk around my neighbourhood
and found a couple (just remember to rinse them and put them in the oven for a while to
dry them and remove bugs). I then bought these cute lights from Ikea that make the living
room super cozy and cute x



SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig