31.10.14

WISHLIST: sephora

ANASTASIA contour kit (here)     NARS bronzer in laguna (here)     NARS blush in orgasm (here)
URBAN DECAY naked flushed (here)     BEAUTY BLENDER the original beauty blender (here)

Jólin hjá mér í ár verða aðeins öðruvísi en þau eru vanalega. Mér og kærastanum mínum var
boðið til Flórída með fjölskyldunni hans og auðvitað neitar maður því ekki. Ég var frekar leið
fyrst og langaði ekkert að fara þar sem ég er algjört jólabarn og gat ekki ímyndað mér að eyða
jólunum annarsstaðar en heima og með öðrum en fjölskyldunni minni en ég verð að viðurkenna
að ég er orðin mjög spennt. Þetta verður skrýtið en það verður örugglega mjög gaman og ég er
smá forvitin að sjá hvernig það er að eyða jólunum erlendis. Næstu jól verð ég samt klárlega
hjá foreldrum mínum með öllum yndislegu íslensku hefðunum og matnum!

Ég er auðvitað byrjuð að leggja fyrir ferðinni og setti ég sjálfa mig í ansi langt verslunarbann
en ég má semsagt ekki kaupa mér neinn óþarfa þar til ég fer út þann 19. desember og ég verð
að segja að ég er búin að standa mig ótrúlega vel. Ég er líka byrjuð að gera verslunarlista og
ein búð sem ég er svo spennt að kíkja í er Sephora. Ég var ekki mjög dugleg að kíkja í hana
þegar við bjuggum í LA en þessir hlutir að ofan ætla ég mér að næla mér í en mig langaði svo
að heyra frá ykkur hvað ykkur finnst vera ómissandi? Ég keypti mér einmitt Dipbrowið frá
Anastasiu um daginn ásamt einum bursta og geli - og vá, þetta eru bestu vörur í heiminum!

Hvaða vöru mælið þið með úr Sephora? Endilega segið mér það í commentum, ég
elska að prófa nýjar vörur x


// Christmas this year will be a little bit different to what I am used to. I will be spending them
with my boyfriend and his family in Orlando. It will be super weird but I am so excited to try
something new. Here are some items that I am craving from Sephora, do you have any must buy
items from there? x



SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig