Þessi færsla er ekki beint unnin í samstarfi við neinn en vörurnar voru flestar fengnar sem gjöf.
Halló - ég er búin að skulda ykkur þessa færslu núna í nokkra daga en eftir að við Þórunn gáfum út
Skin Care Special þátt í Þokunni þá eru búnar að hrannast inn nokkrar fyrirspurnir um færslu þar sem
við sýnum ykkur vörurnar sem við vorum að tala um í þættinum. Það er smá erfitt að hlusta bara og fá
ekkert að sjá vörurnar sem við vorum að tala um og sem við erum að nota. Ég ætla að skipta þessari
færslu upp eftir skrefum og vonandi er þetta þá aðeins skýrara. Þetta verður frekar löng færsla en það
er fullkomið að hlusta á þáttinn og glugga í færsluna á meðan!
Góð húðumhirða er gríðarlega mikilvæg en húðin er stærsta líffærið okkar og því mikilvægt að hugsa
vel um hana og passa. Mér persónulega finnst mjög mikilvægt að nota vörur sem henta minni húð,
þvo hana bæði kvölds og morgna og nota sólarvörn á hverjum degi. Húðtýpur eru mismunandi og það
hentar ekki allt öllum og því er mikilvægt að finna hvað hentar hverjum og einum og viðhalda góðri
rútínu til að sjá langtímaáhrif. Ég persónulega er með þurra húð og leita þess vegna í vörur sem veita
góðan raka, vinna gegn ótímabærri öldrum og vinna á fínum línum og að fylla húðina. Þátturinn var
í boði Húðlæknastöðvarinnar en þau selja húðvörur frá merkinu Skinceuticals sem eru háþróaðar
og dásamlegar vörur. Ég hef verið að nota vörur frá merkinu seinustu vikur og mun segja ykkur betur
frá þeim og reynslu minni af þeim í þessari færslu.
rútínu til að sjá langtímaáhrif. Ég persónulega er með þurra húð og leita þess vegna í vörur sem veita
góðan raka, vinna gegn ótímabærri öldrum og vinna á fínum línum og að fylla húðina. Þátturinn var
í boði Húðlæknastöðvarinnar en þau selja húðvörur frá merkinu Skinceuticals sem eru háþróaðar
og dásamlegar vörur. Ég hef verið að nota vörur frá merkinu seinustu vikur og mun segja ykkur betur
frá þeim og reynslu minni af þeim í þessari færslu.
Hreinsun:
Eitt af því mikilvægasta er að hreinsa húðina vel bæði kvölds og morgna. Ég nota mildan hreinsir á
morgnanna og hef ég verið að nota kremhreinsa helst. Ég var búin að finna dásamlegan hreinsi
Eitt af því mikilvægasta er að hreinsa húðina vel bæði kvölds og morgna. Ég nota mildan hreinsir á
morgnanna og hef ég verið að nota kremhreinsa helst. Ég var búin að finna dásamlegan hreinsi
sem hentaði mér fullkomnlega en svo hætti hann í framleiðslu. Það eru kannski tvö ár síðan og ég
hef verið að finna mér svipaðann hreinsi en ég hef aldrei fundið neinn sem líkist honum fyrr en núna.
Ég vill nefnilega ekki freyðandi hreinsa á morgnanna, það er aðeins of mikið fyrir mig og þurrkar mig
upp. Hreinsirinn sem ég nota núna er frá Skinceuticals og heitir Gentle Cleanser Cream. Hann er
æðislegur og hreinsar vel en á sama tíma veitir hann sjúklega mikinn raka. Á kvöldin nota ég oftast
tvöfalda hreinsun en það felur í sér að byrja á því að nota olíukenndann hreinsir eða salva til að bræða
farða og önnur óhreinindi af húðinni og fara svo með freyðandi hreinsir til að hreinsa húðina sjálfa.
Það er ekki nóg að taka bara Micellar vatn og hreinsa farða af og fara svo í það að setja á sig rándýr
serum og krem, þá gera þau gjörsamlega ekkert gagn ef húðin er enn óhrein. Það þarf að hreinsa fyrst
af farða og sólarvörn og svo hreinsa húðina sjálfa. Treystið mér, ef þið gerið þetta ekki byrjið þá strax
á þessu í kvöld.
C Vítamín:
Ah, besti vinur minn. C Vítamín er æðislegt þegar kemur að húðumhirðu en serum sem innihalda
þessi vítamín vernda húðina gegn skaðlegum áhrifum sindurefna, styrkja húðina og koma í veg fyrir
ótímabæra öldrum. Það er fullkomið til notkunar með sólarvörn á morgnanna og hentar fyrir allar
Ah, besti vinur minn. C Vítamín er æðislegt þegar kemur að húðumhirðu en serum sem innihalda
þessi vítamín vernda húðina gegn skaðlegum áhrifum sindurefna, styrkja húðina og koma í veg fyrir
ótímabæra öldrum. Það er fullkomið til notkunar með sólarvörn á morgnanna og hentar fyrir allar
húðgerðir. Ég byrjaði að nota C Vítamín fyrir sirka tveimur árum þegar ég var ólétt og hef ekki hætt
að nota það og mun eflaust aldrei. Ég byrjaði á að nota C Firma frá Drunk Elephant sem er mjög gott
serum. Það tók mig smá tíma að venjast lyktinni og áferðinni en það getur verið smá sticky en þá er
best að passa sig að nota ekki of mikið. Ég hef einnig prófað Paula's Choice C15 Super Booster og
það er einnig æðislegt. Það sem ég er að nota núna er C E Ferulic frá Skinceuticals og það er ein sú
allra besta húðvara sem ég hef prófað. Létt, fer fljótt inn í húðina og skilur hana eftir ljómandi og
fulla af raka.
Rakakrem:
Nauðsynlegt að nota gott og rakamikið krem en húðinni vantar raka bæði kvölds og morgna. Það eru
til endalaust mikið af kremum þarna úti svo það getur verið smá frumskógur að finna það sem hentar
manni en ég hef fundið tvö sem ég elska. Fyrst er það Lala Retro frá Drunk Elephant og svo er það
rakakremið frá Blue Lagoon Skincare. Þau eru bæði í þykkari kantinum sem hentar mér mjög vel.
Sólarvörn:
Sólarvörn er loksins að komast almennilega í umræðuna seinustu mánuði og ég verð að viðurkenna
að ég er nýbyrjuð að nota sólarvörn daglega og ég skil ekki af hverju ég var ekki löngu byrjuð að
nota hana daglega. Maður hugsar oft að við búum á Íslandi og það er ekki oft sól og því þurfum við
ekki vörn þá daga sem það er grátt og rigning. Það er bara alls ekki satt, það þarf sólarvörn daglega
því geislarnir koma í gegnum skýin og gluggana og hafa slæm áhrif á húðina okkar. Ég er loksins
búin að finna vörn sem hentar mér vel en áður var ég að nota Umbra Sheer SPF 30 frá Drunk
Elephant og ég var aldrei það hrifin af henni. Mér finnst hún frekar þykk og pillar stundum á mér.
Ég er núna að nota Mineral Radiance UV Defence SPF 50 frá Skinceuticals og hún er dásamleg.
Hún er ótrúlega létt, fer fljótt inn í húðina og jafnar út húðlitinn á sama tíma.
Ávaxtasýrur:
Nú fer þetta aðeins að flækjast en sýrur eru í miklu uppáhaldi hjá mér enda er árangur þeirra
sjúklega góður og hafa ýmsar rannsóknir sýnt fram á virkni þeirra. Með langvarandi notkun
ávaxtasýra eykst þykkt húðarinnar verulega og þar með hæfnin til að verjast geislum sólar.
Það sem er mikilvægt hér er að viðhalda notkun til lengdar, það er ekki nóg að skella á sig
sýrumaska einu sinni og búast við kraftaverki. Það er til aragúi af mismunandi sýrum og
getur þetta einnig verið mikill frumskógur en það er mikilvægt að kynna sér þetta vel og finna
réttu sýruna fyrir sig. Það er líka gott að hafa í huga að það þarf ekki að nota allar sýrurnar
heldur halda sig við eina eða tvær góðar eða eina vöru sem inniheldur nokkrar tegundir af sýrum.
Sýrur eru "chemical exfoliants" sem taka af ysta lag húðarinnar og mæli ég persónulega með að taka
kornaskrúbbana þína og henda þeim í ruslið og prófa frekar sýrur.
AHA er ein týpa af ávaxtasýrum en þær eru leyfilegar á meðgöngu og samhliða brjóstagjöf. Þær
helstu eru til dæmis glycolic acid, lactic acid, mandelic acid, malic acid o.fl. Glycolic sýra er eflaust
sú sem maður hefur heyrt ofast um en hún hefur minnstu sameindina af AHA fjölskyldunni og fer því
hraðast inn í húðina. Rannsóknir sýna að húðvörur sem innihalda hana og eru notaðar reglulega draga
úr fínum línum og hrukkum, hraða á endurnýjun húðarinnar og gefur henni jafnara og bjartara
yfirbragð. Oftast kemur hún í formi andlitsvatns og það má helst nefna The Ordinary Glycolic Acid
7% Toning Solution. Ég á hana og fýla hana persónulega ekki fyrir mig en þessi vara er ótrúlega
vinsæl. Eitt sem mig langar að nefna með þessa vöru er að þó að hún inniheldur orðið toner í nafninu
þá er þetta alls ekki tóner heldur sýra og því þarf að fara afar varlega og passa sig að nota hana ekki
daglega ef þú ert að byrja að nota sýrur. Sú AHA sýra sem ég fýla persónulega mjög vel er Lactic
sýra og á ég hana frá The Ordinary í 5% styrkleika og nota sirka einu sinni í viku en þar sem ég er
nýlega byrjuð að nota retinol þá hef ég aðeins sett hana í pásu. Einnig verð ég að mæla með TLC
Framboos frá Drunk Elephant en það er fyrsta sýruvaran sem ég prófaði og hún klikkar ekki. Hún
inniheldur blöndu af glycolic, tartaric, lactic, citric og salicylic sýru. Einnig verð ég að nefna AHA/
BHA Peeling Solution frá The Ordinary sem er eflaust uppáhalds sýruvaran mín en þetta er mjög
sterkur og áhrifaríkur 10 mínútna maski sem ég nota einu sinni í viku. Sé miklar framfarir á
húðinni minni eftir að hafa notað þessa vöru reglulega.
BHA sýrur eru fituleysanlegar og sú allra vinsælasta er salicylic sýra. BHA sýrur fara djúpt
ofan í húðholur og hreinsa og eru þær að finna í fjöldanum öllum af húðvörum. Ég myndi segja að
salicylic sýra henti húð vel sem er með stíflum, bólum og fílapenslum. Hún hefur bakteríudrepandi
áhrif og er því góð fyrir feita húð sem er gjörn að stíflast. Ég persónulega tengi ekki hér og nota því
ekki salicylic sýru í minni rútínu nema þegar hún er í blöndu af vörum.
Ég er smá sýrulögga eins og Þórunn kallaði mig í þættinum en ég verð að impra á mikilvægi þess
að fara varlega þegar byrja á að nota sýrur. Húðin okkar er að sjálfsögðu misviðkvæm og það er
mismunandi hvað hver og einn þolir en það er öruggast að byrja afar hægt og velja sér væga sýru,
nota hana einu sinni í viku eða sjaldnar til að byrja með, ekki blanda saman sýrum, ekki nota sýrur
með retinoli eða c vítamíni, nota góðan raka eftir á, nota sólarvörn og hlusta á húðina. Það seinasta
sem við viljum gera er að rústa varnarvegg húðarinnar og erta hana.
Hyaluronic sýra:
Við vorum að fara yfir sýrur sem kallast "direct acids" en nú höfum við allt öðruvísi sýru og er
hún languppáhalds sýran mín af öllum en það er hýalúronic sýra. Hana er nú þegar að finna í
húðinni okkar en hún viðheldur rakanum í henni. Með aldrinum fer magnið minnkandi og því er
sniðugt að bæta henni í rútínuna. Hún er rakabindandi, örvar kollagenmyndun og kemur í veg
fyrir niðurbrot þess. Það er að finna þessa sýru í fjöldanum öllum af húðvörum. Ég nota hana
hreina bæði kvölds og morgna og þá hef ég verið að nota annað hvort H.A. Intensifier frá
Skinceuticals og Paula's Choice Hyaluronic Booster. Ég blanda nokkrum dropum við krem
og húðin verður ekkert smá fyllt og rakamikil.
Olíur/næturmaskar:
Ég er frekar ný í að nota olíur en ég var alltaf frekar hrædd við þær vegna þess að ég var hrædd um
að stíflast. Málið er bara að það þarf að finna réttu olíuna sem hentar manni og plís ekki setja
kókosolíu framan í þig! Ég er með tvær olíur sem ég gjörsamlega elska og það er Virgin Marula
frá Drunk Elephant og Algae Bioactive Concentrate frá Blue Lagoon Skincare. Þær fara báðar mjög
fljótt inn í húðina og gefa henni svo fallegt og slétt yfirbragð. Ég blanda 2-3 dropum í rakakrem eða
rakamaska.
Ég nota vanalega aldrei sama rakagjafann á daginn og á næturnar þar sem mér finnst ég alltaf
þurfa smá meira fyrir nóttina. Á kvöldin nota ég því nánast alltaf rakamaska og bý ég til smá
kokteil með Drink Up rakamaskanum frá Origins, nokkrum dropum af olíu og nokkrum dropum
af Hyaluronic sýru og ég leyfi því að marinerast yfir nótt.
Serum:
Mér finnst serum smá vítt hugtak orðið en það má segja að t.d. TLC Framboos sé serum og líka
C E Ferulic frá Skinceuticals. Annað sem hefur ekki komið fram í færslunni sem ég nota og fýla
vel er Buffet + Copper Peptides frá The Ordinary en það er dásamlegt og er það fyrsta varan sem
ég sá virkilegan mun á fínum línum með reglulegri notkun. Það inniheldur peptíð sem eru stuttar
keðjur af aminó sýrum sem byggja upp kollagen, elastín og keratín. Þessi prótín eru undirstöður
húðarinnar og eru ábyrgð fyrir áferð, styrk og seiglu húðarinnar. Eina bara er að það þarf að passa
sig hvenær maður notar það en ekki má nota það t.d. með sýrum, retinoli eða c vítamíni.
Retinol/retinoid:
Elsku retinolið mitt, besta sem ég veit um! Retinol er tegund af retinoidi sem er í vítamín A
fjölskyldunni. Það eykur kollagenframleiðslu húðarinnar, bætir áferð hennar, vinnur á fínum
línum, hrukkum, litabreytingum, svitaholum og bólum. Notað rétt er þetta algjört töfraefni til
að viðhalda góðri og unglegri húð. Það þarf þó að fara varlega með retinol þar sem það er
húðþynnandi og kemur það í ýmsum styrkleikum. Mælt er með að byrja í lágum styrkleika
og auka svo eftir því sem húðin venst. Ég kynnti mér retinol vel þegar ég var ólétt af Frosta en
þar sem ekki er mælt með notkun retinols á meðgöngu og með barn á brjósti þá byrjaði ég ekki
að nota það fyrr en á þessu ári. Ég er að nota Skinceuticals Retinol 0.3 sem er frábært. Það er
með 0.3% styrkleika og því fullkomið fyrir byrjendur. Ég nota það tvisvar sinnum í viku og
blanda ég oggupons dropa af því við næturkokteilinn minn.
Augnkrem:
Það má alls ekki gleyma augnsvæðinu en það er nauðsynlegt að nota sérstakar vörur sem ætlaðar
eru fyrir það svæði þar sem húðin þar er mun þynnri og viðkvæmari. Ég nota augnkrem á hverjum
einasta morgni og kvöldi. Ég er reyndar smá extra þegar kemur að þessu skrefi en ég nota bæði
serum og krem. Ég byrja á að nota Shiseido Ultimune Eye Power serum og svo nota ég Eye
Firming krem frá Clarins sem er dásamlegt.
Sýrumeðferðir/maskar:
Ég hef minnkað notkun á möskum alveg töluvert en ég skelli á mig maska af og til þegar ég vill
aðeins dekra við mig. Ég er reyndar með einn maska núna eða sýrumeðferð sem ég nota vikulega
og er það AHA/BHA Peeling Solution frá The Ordinary. Þetta er mjög sterk sýrumeðferð sem maður
notar í 10 mínútur og húðin verður svo dásamlega mjúk og ljómandi eftir á.
___________
Ég vona svo innilega að þetta hjálpi ykkur að skilja aðeins betur það sem við vorum að fara yfir
í þættinum og gott fyrir ykkur að sjá vörurnar sem við töluðum um. Það sem mér finnst vera
algjört lykilatriði þegar kemur að húðumhirðu og þegar byrja á að búa sér til góða rútínu er að
byrja hægt, ekki byrja á því að prófa fullt af vörum á sama tíma heldur er best að byrja á einni
og sjá hvernig hún fer í húðina. Ef þú byrjar til dæmis á fimm nýjum vörum og þær fara illa
í þig þá er mun erfiðara að finna út hvaða vara er ekki að henta þér. Einnig er gott að hlusta á húðina
og fara svolítið eftir henni og hvað hún þarf, til dæmis seturu ekki á þig sterkan sýrumaska ef hún er
viðkvæm og þú með opnar bólur. Einnig fara hægt í hlutina, passa hverju þú blandar saman í sömu
rútínu, nota sólarvörnog drekka nóg af vatni.
allra besta húðvara sem ég hef prófað. Létt, fer fljótt inn í húðina og skilur hana eftir ljómandi og
fulla af raka.
Rakakrem:
Nauðsynlegt að nota gott og rakamikið krem en húðinni vantar raka bæði kvölds og morgna. Það eru
til endalaust mikið af kremum þarna úti svo það getur verið smá frumskógur að finna það sem hentar
manni en ég hef fundið tvö sem ég elska. Fyrst er það Lala Retro frá Drunk Elephant og svo er það
rakakremið frá Blue Lagoon Skincare. Þau eru bæði í þykkari kantinum sem hentar mér mjög vel.
Sólarvörn:
Sólarvörn er loksins að komast almennilega í umræðuna seinustu mánuði og ég verð að viðurkenna
að ég er nýbyrjuð að nota sólarvörn daglega og ég skil ekki af hverju ég var ekki löngu byrjuð að
nota hana daglega. Maður hugsar oft að við búum á Íslandi og það er ekki oft sól og því þurfum við
ekki vörn þá daga sem það er grátt og rigning. Það er bara alls ekki satt, það þarf sólarvörn daglega
því geislarnir koma í gegnum skýin og gluggana og hafa slæm áhrif á húðina okkar. Ég er loksins
búin að finna vörn sem hentar mér vel en áður var ég að nota Umbra Sheer SPF 30 frá Drunk
Elephant og ég var aldrei það hrifin af henni. Mér finnst hún frekar þykk og pillar stundum á mér.
Ég er núna að nota Mineral Radiance UV Defence SPF 50 frá Skinceuticals og hún er dásamleg.
Hún er ótrúlega létt, fer fljótt inn í húðina og jafnar út húðlitinn á sama tíma.
Ávaxtasýrur:
Nú fer þetta aðeins að flækjast en sýrur eru í miklu uppáhaldi hjá mér enda er árangur þeirra
sjúklega góður og hafa ýmsar rannsóknir sýnt fram á virkni þeirra. Með langvarandi notkun
ávaxtasýra eykst þykkt húðarinnar verulega og þar með hæfnin til að verjast geislum sólar.
Það sem er mikilvægt hér er að viðhalda notkun til lengdar, það er ekki nóg að skella á sig
sýrumaska einu sinni og búast við kraftaverki. Það er til aragúi af mismunandi sýrum og
getur þetta einnig verið mikill frumskógur en það er mikilvægt að kynna sér þetta vel og finna
réttu sýruna fyrir sig. Það er líka gott að hafa í huga að það þarf ekki að nota allar sýrurnar
heldur halda sig við eina eða tvær góðar eða eina vöru sem inniheldur nokkrar tegundir af sýrum.
Sýrur eru "chemical exfoliants" sem taka af ysta lag húðarinnar og mæli ég persónulega með að taka
kornaskrúbbana þína og henda þeim í ruslið og prófa frekar sýrur.
AHA er ein týpa af ávaxtasýrum en þær eru leyfilegar á meðgöngu og samhliða brjóstagjöf. Þær
helstu eru til dæmis glycolic acid, lactic acid, mandelic acid, malic acid o.fl. Glycolic sýra er eflaust
sú sem maður hefur heyrt ofast um en hún hefur minnstu sameindina af AHA fjölskyldunni og fer því
hraðast inn í húðina. Rannsóknir sýna að húðvörur sem innihalda hana og eru notaðar reglulega draga
úr fínum línum og hrukkum, hraða á endurnýjun húðarinnar og gefur henni jafnara og bjartara
yfirbragð. Oftast kemur hún í formi andlitsvatns og það má helst nefna The Ordinary Glycolic Acid
7% Toning Solution. Ég á hana og fýla hana persónulega ekki fyrir mig en þessi vara er ótrúlega
vinsæl. Eitt sem mig langar að nefna með þessa vöru er að þó að hún inniheldur orðið toner í nafninu
þá er þetta alls ekki tóner heldur sýra og því þarf að fara afar varlega og passa sig að nota hana ekki
daglega ef þú ert að byrja að nota sýrur. Sú AHA sýra sem ég fýla persónulega mjög vel er Lactic
sýra og á ég hana frá The Ordinary í 5% styrkleika og nota sirka einu sinni í viku en þar sem ég er
nýlega byrjuð að nota retinol þá hef ég aðeins sett hana í pásu. Einnig verð ég að mæla með TLC
Framboos frá Drunk Elephant en það er fyrsta sýruvaran sem ég prófaði og hún klikkar ekki. Hún
inniheldur blöndu af glycolic, tartaric, lactic, citric og salicylic sýru. Einnig verð ég að nefna AHA/
BHA Peeling Solution frá The Ordinary sem er eflaust uppáhalds sýruvaran mín en þetta er mjög
sterkur og áhrifaríkur 10 mínútna maski sem ég nota einu sinni í viku. Sé miklar framfarir á
húðinni minni eftir að hafa notað þessa vöru reglulega.
BHA sýrur eru fituleysanlegar og sú allra vinsælasta er salicylic sýra. BHA sýrur fara djúpt
ofan í húðholur og hreinsa og eru þær að finna í fjöldanum öllum af húðvörum. Ég myndi segja að
salicylic sýra henti húð vel sem er með stíflum, bólum og fílapenslum. Hún hefur bakteríudrepandi
áhrif og er því góð fyrir feita húð sem er gjörn að stíflast. Ég persónulega tengi ekki hér og nota því
ekki salicylic sýru í minni rútínu nema þegar hún er í blöndu af vörum.
Ég er smá sýrulögga eins og Þórunn kallaði mig í þættinum en ég verð að impra á mikilvægi þess
að fara varlega þegar byrja á að nota sýrur. Húðin okkar er að sjálfsögðu misviðkvæm og það er
mismunandi hvað hver og einn þolir en það er öruggast að byrja afar hægt og velja sér væga sýru,
nota hana einu sinni í viku eða sjaldnar til að byrja með, ekki blanda saman sýrum, ekki nota sýrur
með retinoli eða c vítamíni, nota góðan raka eftir á, nota sólarvörn og hlusta á húðina. Það seinasta
sem við viljum gera er að rústa varnarvegg húðarinnar og erta hana.
Hyaluronic sýra:
Við vorum að fara yfir sýrur sem kallast "direct acids" en nú höfum við allt öðruvísi sýru og er
hún languppáhalds sýran mín af öllum en það er hýalúronic sýra. Hana er nú þegar að finna í
húðinni okkar en hún viðheldur rakanum í henni. Með aldrinum fer magnið minnkandi og því er
sniðugt að bæta henni í rútínuna. Hún er rakabindandi, örvar kollagenmyndun og kemur í veg
fyrir niðurbrot þess. Það er að finna þessa sýru í fjöldanum öllum af húðvörum. Ég nota hana
hreina bæði kvölds og morgna og þá hef ég verið að nota annað hvort H.A. Intensifier frá
Skinceuticals og Paula's Choice Hyaluronic Booster. Ég blanda nokkrum dropum við krem
og húðin verður ekkert smá fyllt og rakamikil.
Olíur/næturmaskar:
Ég er frekar ný í að nota olíur en ég var alltaf frekar hrædd við þær vegna þess að ég var hrædd um
að stíflast. Málið er bara að það þarf að finna réttu olíuna sem hentar manni og plís ekki setja
kókosolíu framan í þig! Ég er með tvær olíur sem ég gjörsamlega elska og það er Virgin Marula
frá Drunk Elephant og Algae Bioactive Concentrate frá Blue Lagoon Skincare. Þær fara báðar mjög
fljótt inn í húðina og gefa henni svo fallegt og slétt yfirbragð. Ég blanda 2-3 dropum í rakakrem eða
rakamaska.
Ég nota vanalega aldrei sama rakagjafann á daginn og á næturnar þar sem mér finnst ég alltaf
þurfa smá meira fyrir nóttina. Á kvöldin nota ég því nánast alltaf rakamaska og bý ég til smá
kokteil með Drink Up rakamaskanum frá Origins, nokkrum dropum af olíu og nokkrum dropum
af Hyaluronic sýru og ég leyfi því að marinerast yfir nótt.
Serum:
Mér finnst serum smá vítt hugtak orðið en það má segja að t.d. TLC Framboos sé serum og líka
C E Ferulic frá Skinceuticals. Annað sem hefur ekki komið fram í færslunni sem ég nota og fýla
vel er Buffet + Copper Peptides frá The Ordinary en það er dásamlegt og er það fyrsta varan sem
ég sá virkilegan mun á fínum línum með reglulegri notkun. Það inniheldur peptíð sem eru stuttar
keðjur af aminó sýrum sem byggja upp kollagen, elastín og keratín. Þessi prótín eru undirstöður
húðarinnar og eru ábyrgð fyrir áferð, styrk og seiglu húðarinnar. Eina bara er að það þarf að passa
sig hvenær maður notar það en ekki má nota það t.d. með sýrum, retinoli eða c vítamíni.
Retinol/retinoid:
Elsku retinolið mitt, besta sem ég veit um! Retinol er tegund af retinoidi sem er í vítamín A
fjölskyldunni. Það eykur kollagenframleiðslu húðarinnar, bætir áferð hennar, vinnur á fínum
línum, hrukkum, litabreytingum, svitaholum og bólum. Notað rétt er þetta algjört töfraefni til
að viðhalda góðri og unglegri húð. Það þarf þó að fara varlega með retinol þar sem það er
húðþynnandi og kemur það í ýmsum styrkleikum. Mælt er með að byrja í lágum styrkleika
og auka svo eftir því sem húðin venst. Ég kynnti mér retinol vel þegar ég var ólétt af Frosta en
þar sem ekki er mælt með notkun retinols á meðgöngu og með barn á brjósti þá byrjaði ég ekki
að nota það fyrr en á þessu ári. Ég er að nota Skinceuticals Retinol 0.3 sem er frábært. Það er
með 0.3% styrkleika og því fullkomið fyrir byrjendur. Ég nota það tvisvar sinnum í viku og
blanda ég oggupons dropa af því við næturkokteilinn minn.
Augnkrem:
Það má alls ekki gleyma augnsvæðinu en það er nauðsynlegt að nota sérstakar vörur sem ætlaðar
eru fyrir það svæði þar sem húðin þar er mun þynnri og viðkvæmari. Ég nota augnkrem á hverjum
einasta morgni og kvöldi. Ég er reyndar smá extra þegar kemur að þessu skrefi en ég nota bæði
serum og krem. Ég byrja á að nota Shiseido Ultimune Eye Power serum og svo nota ég Eye
Firming krem frá Clarins sem er dásamlegt.
Sýrumeðferðir/maskar:
Ég hef minnkað notkun á möskum alveg töluvert en ég skelli á mig maska af og til þegar ég vill
aðeins dekra við mig. Ég er reyndar með einn maska núna eða sýrumeðferð sem ég nota vikulega
og er það AHA/BHA Peeling Solution frá The Ordinary. Þetta er mjög sterk sýrumeðferð sem maður
notar í 10 mínútur og húðin verður svo dásamlega mjúk og ljómandi eftir á.
___________
Ég vona svo innilega að þetta hjálpi ykkur að skilja aðeins betur það sem við vorum að fara yfir
í þættinum og gott fyrir ykkur að sjá vörurnar sem við töluðum um. Það sem mér finnst vera
algjört lykilatriði þegar kemur að húðumhirðu og þegar byrja á að búa sér til góða rútínu er að
byrja hægt, ekki byrja á því að prófa fullt af vörum á sama tíma heldur er best að byrja á einni
og sjá hvernig hún fer í húðina. Ef þú byrjar til dæmis á fimm nýjum vörum og þær fara illa
í þig þá er mun erfiðara að finna út hvaða vara er ekki að henta þér. Einnig er gott að hlusta á húðina
og fara svolítið eftir henni og hvað hún þarf, til dæmis seturu ekki á þig sterkan sýrumaska ef hún er
viðkvæm og þú með opnar bólur. Einnig fara hægt í hlutina, passa hverju þú blandar saman í sömu
rútínu, nota sólarvörnog drekka nóg af vatni.
No comments
Post a Comment
xoxo