19.4.20

HEIMADEKUR MEÐ BLUE LAGOON SKINCARE


Þessi færsla er unnin í samstarfi við Blue Lagoon Skincare.

Hæ, ansi langt síðan seinast! Ég vona að þið hafið það öll gott á þessum tímum. Við erum sem mest
bara heima en ég er ekki mikið að vinna enda lítið um flug þessa dagana. Þetta er ótrúlega skrýtið
allt saman en ég reyni mitt allra besta að vera jákvæð og huga að andlegu heilsunni. Það sem mér 
finnst ótrúlega gott að gera vikulega er að taka smá heimadekur og endurhlaða batteríin. Mig langar
að deila með ykkur minni uppskrift af hinu fullkomna heimadekri í samstarfi við Blue Lagoon
Skincare. 

- Eftir að Frosti sofnar á kvöldin finnst mér dásamlegt að byrja dekrið á því að fara í
heita sturtu, setja í mig hármaska og bera á mig olíu eftir sturtuna. Ég hef verið að
prófa líkamsolíuna frá Blue Lagoon og er mjög hrifin, fer fljótt inn í húðina og lyktin
af henni er dásamleg. 

- Eftir sturtuna fer ég í þægilegan slopp eða náttföt og hreinsa húðina mína. Ég passa
mig að hreinsa hana vel bæði kvölds og morgna. Einu sinni í viku dekra ég aðeins
meira við húðina og set á mig maska. Ein af mínum uppáhalds vörum frá Blue Lagoon
er Silica Mud Mask en þetta er án efa þekktasta varan þeirra. Maskinn er djúphreinsandi,
styrkjandi og gefur húðinni fallegan ljóma ásamt því að vinna á svitaholum. Ég hef hann 
á í rúmar tíu mínútur og skola svo af með volgu vatni. 

- Eftir maskann er nauðsynlegt að gefa húðinni raka en eftir djúphreinsandi maska hef
ég hlutina mjög einfalda og set á mig gott rakakrem og olíu. Ég hef verið að nota bæði
rakakrem og olíu frá Blue Lagoon í nokkra mánuði, áður en samstarfið hófst og er svo
hrifin af þeim báðum. Rakakremið inniheldur steinefnaríkan jarðsjó Bláa Lónsins, er
mjög rakamikið og gefur fallegan ljóma. Ég nota það bæði morgna og kvölds en á
kvöldin blanda ég olíu út í kremið. Olían sem ég hef verið að nota er ný vara frá Blue
Lagoon og heitir hún Algae Bioactive Concentrate en hún er náttúruleg og kraftmikil
olía sem styrkir kollagenforða húðarinnar, vinnur gegn öldrun og nærir húðina. Ég
blanda 2-3 dropum af olíunni við rakakremið og ber yfir allt andlitið og háls og ég
finn hversu rakamikil húðin verður strax. 

Smá svona heimadekur gerir ekkert smá mikið fyrir sálina finnst mér og er nauðsynlegt fyrir
mig á tímum eins og þessum. Bara að taka sér hálftíma fyrir sig og maður er orðin að nýrri
manneskju. Mig langar að benda ykkur á heimadekurpakkana sem Blue Lagoon er með, þið 
getið skoðað þá nánar hér og einnig er afsláttur af nokkrum vörum. Ég elska handsápu og
handaáburðarsettið frá þeim, ilmkertið og baðsöltin líka. 
Mæli með smá heimadekri við fyrsta tækifæri 


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig