18.3.19

BABY FAVORITES: SOFT GALLERY

Þessi færsla er ekki kostuð // Vörurnar keypti ég sjálf.

Þá er komið að næsta merki sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðginum! Ég mæli algjörlega með
að kaupa ekki of mikið af ákveðnum merkjum á meðgöngunni en ég til dæmis keypti nokkra náttgalla
frá fallegu merki sem ég var mjög hrifin af en svo þegar við byrjuðum að nota gallana þá sá ég að þeir
hentuðu Frosta ekki. Maður finnur það langbest að mínu mati hvaða merki og hvernig flíkur henta 
þegar maður byrjar að nota þær. Eitt merki sem hentar okkur ótrúlega vel og langar mig liggur við að
kaupa allt frá þeim er merkið Soft Gallery. Þið kannist eflaust við uglumynstrið fallega en ég byrjaði
á því að kaupa bláa uglusamfellu og mjúkar víðar buxur við. Mér persónulega finnst langþægilegast
núna að klæða Frosta í samfellu og buxnasett svona hversdags og elskum við bláa settið. Þar sem mér
fannst það svo þægilegt þá ákvað ég að fá mér gráa ullusamfellu og leggings í stíl við og höfum við
notað það sett mikið - það er svo fallegt undir gráa prjónagollu. Settin hans Frosta eru öll í stærð 3m
en þau passa ennþá á hann núna 6 mánaða svo fötin stækka með honum sem er yndislegt!

Soft Gallery fæst hér heima í Petit.

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig