11.3.19

BEAUTY FAVOURTIES: ORIGINS DRINK UP 10 MINUTE HYDRATING MASK

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Origins.

Ef þið þekkið húðvörumerkið Origins þá hafið þið pottþétt heyrt um Drink Up næturmaskann
fræga sem inniheldur avocado. Ég kynntist honum fyrir nokkrum árum síðan og hefur hann verið
partur af rútínunni minni síðan þá og hef ég farið í gegnum nokkur stykki af honum. Mér finnst hann
ómissandi þegar ég er að fljúga en það er ekkert betra en að setja gott lag af honum á hreina húð eftir
flug! Nú nýlega kom út nýr Drink Up maski en það sem gerir þenna ólíkan næturmaskanum er að
hann virkar á einungis 10 mínútum (sem er fullkomið þegar maður hefur ekki mikinn tíma eins og
ég með lítið kríli) og hann inniheldur apríkósur í staðinn fyrir avocado. Apríkósur eru stútfullar af
efnum sem eru góðar fyrir húðina eins og vítamín A og vítamín E sem næra húðina og veita henni
nauðsynlegan raka. 

Ég prófaði maskann fyrir rúmum tveimur vikum síðan í fyrsta skipti og er hann strax meðal 
uppáhalds húðvaranna minna! Það gerist sjaldan að ég elska vöru svona fljótt eftir fyrstu prufu
en húðin mín verður svo ótrúlega góð eftir maskann - stútfull af nauðsynlegum raka og hún
gjörsamlega ljómar. Mæli með ef þið eruð að leita ykkur að góðum rakamaska 

Origins fæst meðal annars í Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Lyfju, 
Lyf&Heilsu og inn á Beautybox.is.

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig