Það er kominn tími á svolítið stóra breytingu hjá okkur - kannski ekki miðað við seinustu breytingu
í lífinu okkar (hæ Frosti) en samt sem áður frekar stór breyting sem hræðir mig aðeins. Við höfum
verið að tala um að selja íbúðina sem við höfum búið í seinustu sex árin og stækka við okkur þar sem
við erum nú komin með eitt barn og einnig langar okkur í stærra dagrými (s.s. stofu og eldhús). Við
settum því íbúðina á sölu í seinustu viku og eftir minna en fjóra daga á sölu var hún svo seld. Við
flytjum því út um miðjan maí eða eftir rúmlega þrjá mánuði og á ég mikið eftir að sakna þess að
búa á Gunnarsbrautinni en á sama tíma er ég mjög spennt fyrir komandi tímum.
Ég verð samt að viðurkenna að við vitum ekki hvað tekur við en við erum að skoða fasteignavefinn
daglega og vonum að finna hina fullkomnu eign fyrir okkur sem fyrst. Hlakka til að deila því með
ykkur þegar það gerist ♡
No comments
Post a Comment
xoxo