20.2.19

ASOS WISHLIST: WEEK 8

Þessi færsla er ekki kostuð en hún inniheldur auglýsingalinka.

ASOS utility jumpsuit (HÉR)     ASOS daisy maxi skirt (HÉR)
ASOS blazer playsuit (HÉR)     ASOS collarless dress (HÉR)

Ég var eiginlega rukkuð um Asos lista um daginn af vinkonu minni en ég hef ekki sett einn inn
heillengi svo ég skulda ykkur nokkra! Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki pantað mér af Asos
síðan í Október í fyrra (ég veit!! ég er í sjokki líka) en ég hætti eiginlega að panta á mig og byrjaði
að panta á Frosta í staðinn þar sem lítil sæt barnaföt eru stórhættuleg. Í orlofinu er ég náttúrulega
mikið heima við og er þá helst bara í kósýgallanum en ég finn núna þegar sólin skín og dagsbirtan
er orðin meiri að nennan til að klæða sig og gera mig fína er að koma aftur. Það var því fullkomin
tímasetning að skella í einn Asos lista - það sem er í uppáhaldi hjá mér af honum eru samfestingarnir
tveir og langar mig mikið að panta mér þá. Þessi hér er fullkominn allt árið og elska ég vasana að
framan og að hann er tekinn saman í mittið - hægt að nota hann bæði hversdags við hvíta strigaskó
og svo við hæla við fínni tilefni. Hinn samfestingurinn er þessi fyrir neðan en hann lítur út eins og
oversized blazer en er í raun og veru samfestingur - hann er ekkert smá sætur fyrir sumarið 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig