7.2.19

BABY FAVORITES: KONGES SLOJD

Þessi færsla er ekki kostuð // Vörurnar keypti ég mér sjálf en sumar með afslætti.

Mig langar að byrja á nýjum lið hér á blogginu þar sem ég deili með ykkur þeim merkjum sem við
Frosti erum mjög hrifin af og mælum með. Þegar ég var ófrísk af honum þá keypti ég mjög mikið af
hinu og þessu en maður finnur það best þegar maður byrjar að nota hlutina hvernig maður fýlar þá.
Það er alveg sumt sem ég var mjög hrifin af en svo þegar við byrjuðum að nota það þá er það eitthvað
sem ég myndi ekki kaupa aftur en nú ætlum við að tala um þau merki sem við elskum og sem við 
myndum kaupa aftur og aftur. 

Mér finnst fullkomið að byrja á einu uppáhalds merkinu okkar: Konges Slojd. Merkið er danskt og
var ég búin að kaupa smá á meðgöngunni sem við höfum notað mikið og því hef ég keypt fleira eftir
að Frosti fæddist. Ég á brjóstagjafapúðann frá þeim og tvenn áklæði og er ég mjög ánægð með þau
kaup, ég ætlaði fyrst ekkert að vera með gjafapúða en guð hvað mér finnst það vera mikið must have.
Þegar Frosti var um mánaðargamall var þetta dress mikið notað og var ég mjög leið þegar það varð
of lítið á hann - ég þyrfti helst að næla mér í það í stærri stærð. Við eigum einnig sítrónuheilgalla sem
er orðinn of lítill en það bíður okkar fallegur loftbelgjagalli í stærð 80/86. Hann er núna í 62/68 og er
nýjasta settið hann einmitt í stærð 68/74 en ég fann það í Barnaloppunni í seinustu viku. Ég elska að
detta inn þar og finna svona gersemar en það er þetta loftbelgjasett sem er á myndunum! Ég verð líka
að minnast á peysurnar frá þeim en þær eru yndislegar - svo mjúkar og vandaðar úr 100% merino ull!
Leikföngin eru einnig skemmtileg og eigum við t.d. Ljónsa þaðan (ljónabangsi) og Frosti gjörsamlega
elskar hann 

Konges Slojd fæst hér heima í Petit.


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig